Græðum Friðrik Rafnsson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Flest okkar eiga sér þann draum að búa í friðsælu, öruggu og réttlátu samfélagi en hafa megnustu andstyggð á því gróðabraski og þeirri sjálftöku sem hér var látin viðgangast um árabil og virðist raunar lítið lát vera á þrátt fyrir allar vönduðu rannsóknarskýrslurnar og fögru fyrirheitin. Þegar gróðinn verður markmið í sjálfu sér og gróðafíknin tekur völdin er fjandinn laus eins og alltof mörg nýleg dæmi sanna. Þá bjagast fókusinn gersamlega, menn missa sjónar á því sem mestu skiptir, hugsa eingöngu um eigin stundarhagsmuni. Ef samfélagið kemur sér ekki saman um leikreglur og leiðir til að stoppa þá af lenda þeir úti í móa fyrr eða síðar, hrapa og taka því miður oft marga með sér í fallinu eins og nýliðin hrunsaga hefur sýnt okkur. Orðabækur eru gullnámur tungunnar. Dæmi. Samkvæmt Íslensku samheitaorðabókinni eru samheitin við græðgi þessi: afla, auðgast, ábatast, hafa ábata af, hafa hag af, hafa upp úr krafsinu, hagnast, maka/mata krókinn, vera í gróða, verða ríkur, þéna; nurla saman; lækna. Dásamlegt hvernig sögnin ?lækna? rekur þarna lestina af stakri hógværð, en hún er einmitt lykillinn að þeirri hugarfarsbreytingu sem nú þarf að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Mikilvægur þáttur í henni er að reyna að hlusta hvert á annað, draga úr þeim öskurapahætti sem hefur einkennt umræður hér, vinna saman, tala saman, slíðra sverðin, græða sárin. ?Betra er heilt en gróið,? segir einn þeirra gömlu málshátta sem gengnar kynslóðir hafa látið okkur í té. Íslenskt samfélag er verulega laskað og langt frá því að vera heilt eftir kreppu, illindi og átök undanfarinna ára. Við verðum að læra af þeim myrkraverkum sem hér voru framin og draga það fólk sem þau framdi til ábyrgðar, en gæta þess jafnframt að efnahagskreppan verði ekki að krónískri þjóðarsálarkreppu. Horfa til birtunnar og gróandans sem vorið mun færa okkur. Meginverkefnið sem bíður okkar allra er því að græða íslenskt samfélag, á því græðum við öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Sjá meira
Flest okkar eiga sér þann draum að búa í friðsælu, öruggu og réttlátu samfélagi en hafa megnustu andstyggð á því gróðabraski og þeirri sjálftöku sem hér var látin viðgangast um árabil og virðist raunar lítið lát vera á þrátt fyrir allar vönduðu rannsóknarskýrslurnar og fögru fyrirheitin. Þegar gróðinn verður markmið í sjálfu sér og gróðafíknin tekur völdin er fjandinn laus eins og alltof mörg nýleg dæmi sanna. Þá bjagast fókusinn gersamlega, menn missa sjónar á því sem mestu skiptir, hugsa eingöngu um eigin stundarhagsmuni. Ef samfélagið kemur sér ekki saman um leikreglur og leiðir til að stoppa þá af lenda þeir úti í móa fyrr eða síðar, hrapa og taka því miður oft marga með sér í fallinu eins og nýliðin hrunsaga hefur sýnt okkur. Orðabækur eru gullnámur tungunnar. Dæmi. Samkvæmt Íslensku samheitaorðabókinni eru samheitin við græðgi þessi: afla, auðgast, ábatast, hafa ábata af, hafa hag af, hafa upp úr krafsinu, hagnast, maka/mata krókinn, vera í gróða, verða ríkur, þéna; nurla saman; lækna. Dásamlegt hvernig sögnin ?lækna? rekur þarna lestina af stakri hógværð, en hún er einmitt lykillinn að þeirri hugarfarsbreytingu sem nú þarf að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Mikilvægur þáttur í henni er að reyna að hlusta hvert á annað, draga úr þeim öskurapahætti sem hefur einkennt umræður hér, vinna saman, tala saman, slíðra sverðin, græða sárin. ?Betra er heilt en gróið,? segir einn þeirra gömlu málshátta sem gengnar kynslóðir hafa látið okkur í té. Íslenskt samfélag er verulega laskað og langt frá því að vera heilt eftir kreppu, illindi og átök undanfarinna ára. Við verðum að læra af þeim myrkraverkum sem hér voru framin og draga það fólk sem þau framdi til ábyrgðar, en gæta þess jafnframt að efnahagskreppan verði ekki að krónískri þjóðarsálarkreppu. Horfa til birtunnar og gróandans sem vorið mun færa okkur. Meginverkefnið sem bíður okkar allra er því að græða íslenskt samfélag, á því græðum við öll.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar