Innlent

Hjúkrunarfræðingar fá 5-9% hækkun

Hjúkrunarfræðingar á B5, bæklunardeild Landspítalans.
Hjúkrunarfræðingar á B5, bæklunardeild Landspítalans. Mynd/ Vilhelm.
Hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum býðst 5-9% launahækkun samkvæmt nýjum stofnanasamningi sem var undirritaður á fundi hjúkrunarfræðinga með fulltrúum Landspítalans seint í gær.

Hjúkrunarfræðingar, sem sagt hafa upp, hafa frest til miðnættis á morgun til þess að draga uppsagnirnar til baka. Bæði Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenksra hjúkrunarfræðinga og Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segjast í samtali við fréttastofu vonast til að sem flestir þeirra geri það.

Samningurinn var kynntur fyrir hjúkrunarfræðingum í á Landspítalanum klukkan eitt í dag og annar fundur verður haldinn klukkan fimm.

Við segjum betur frá þessu máli í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×