Illa reknum fyrirtækjum bjargað á meðan skorið er niður í heilbrigðisþjónustu 2. apríl 2013 12:44 Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir skrifar hvassan ritstjórnarpistil í Læknablaðið sem kom út í mánuðinum, en þar spyr hann hvenær heilbrigðisþjónusta verði að kosningamáli. Þá veltir hann meðal annars fyrir sér hvort heilbrigðisþjónusta vegi ekki jafn þungt og framtíð SpKef og Sjóvár. „Vafalítið er unnt að færa rök fyrir því að bjarga SpKef eða Sjóvá, og ný stjórnarskrá er mörgum heilög vé. Hins vegar skortir umræðu um vægi og vigt, mikilvægi þess að raða málum í forgang. Hvort vegur þyngra styrk og öflug heilbrigðisþjónusta eða framtíð SpKef og Sjóvár?" skrifar Sigurður í Læknablaðið. Hann segir umræðuna, um hvað skiptir máli, ekki fara fram. Til útskýringar segir Sigurður: „Á þeim tíma sem sífellt hefur verið þrengt að heilbrigðisþjónustu hefur illa reknum fjármálastofnunum og tryggingafélögum ítrekað verið komið til bjargar, ákvarðanir teknar um rándýr jarðgöng, nærfellt milljarður lagður til umræðu um nýja stjórnarskrá, málefni sem nú hefur brotlent með nokkrum látum. Sagt er að 50 milljarða hafi þurft til að bjarga Byr og SpKef, sem er ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfi til að byggja nýtt hús fyrir spítalann." Sigurður segir að spítalinn sé yfirfullur. Leguplássum á lyflækningadeildum hefur fækkað um 16% frá 2008 og bráðainnlögnum fjölgað um 24% frá 2009. Afleiðingin er meðal annars sú að fólk liggur reglulega á göngum. „Það er einfaldlega þjóðarskömm," skrifar Sigurður ómyrkur í máli. Þá er ljóst að það stefnir í harðvítugar kjarabaráttur starfstétta innan spítalans auk þess sem tækjabúnaður er úreltur og jafnvel hættulegur, „eins og oft hefur verið bent á að undanförnu," skrifar Sigurður. Sigurður lýkur svo grein sinni meðal annars á þessum orðum: „Nú líður að alþingiskosningum og hver vonbiðilinn á fætur öðrum reynir að höfða til okkar kjósenda. Heilbrigðismál hafa aldrei verið kosningamál á Íslandi. Nú þarf að breyta því. Sjónarmiðum heilbrigðisþjónustu þarf að koma á framfæri við þá sem vilja ráða okkar málum. Þeir þurfa að gera grein fyrir því hvort og hvernig þeir vilja efla heilbrigðisþjónustuna á ný og hvaðan fjármunir til þess eigi að koma, hvaða málefni víki fyrir heilbrigðismálum á forgangslista flokkanna." Læknafélögin munu standa fyrir fundi þar sem þessi mál verða rædd við formenn helstu stjórnmálaflokka á næstunni. Hægt er að lesa grein Sigurðar í heild sinni hér. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir skrifar hvassan ritstjórnarpistil í Læknablaðið sem kom út í mánuðinum, en þar spyr hann hvenær heilbrigðisþjónusta verði að kosningamáli. Þá veltir hann meðal annars fyrir sér hvort heilbrigðisþjónusta vegi ekki jafn þungt og framtíð SpKef og Sjóvár. „Vafalítið er unnt að færa rök fyrir því að bjarga SpKef eða Sjóvá, og ný stjórnarskrá er mörgum heilög vé. Hins vegar skortir umræðu um vægi og vigt, mikilvægi þess að raða málum í forgang. Hvort vegur þyngra styrk og öflug heilbrigðisþjónusta eða framtíð SpKef og Sjóvár?" skrifar Sigurður í Læknablaðið. Hann segir umræðuna, um hvað skiptir máli, ekki fara fram. Til útskýringar segir Sigurður: „Á þeim tíma sem sífellt hefur verið þrengt að heilbrigðisþjónustu hefur illa reknum fjármálastofnunum og tryggingafélögum ítrekað verið komið til bjargar, ákvarðanir teknar um rándýr jarðgöng, nærfellt milljarður lagður til umræðu um nýja stjórnarskrá, málefni sem nú hefur brotlent með nokkrum látum. Sagt er að 50 milljarða hafi þurft til að bjarga Byr og SpKef, sem er ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfi til að byggja nýtt hús fyrir spítalann." Sigurður segir að spítalinn sé yfirfullur. Leguplássum á lyflækningadeildum hefur fækkað um 16% frá 2008 og bráðainnlögnum fjölgað um 24% frá 2009. Afleiðingin er meðal annars sú að fólk liggur reglulega á göngum. „Það er einfaldlega þjóðarskömm," skrifar Sigurður ómyrkur í máli. Þá er ljóst að það stefnir í harðvítugar kjarabaráttur starfstétta innan spítalans auk þess sem tækjabúnaður er úreltur og jafnvel hættulegur, „eins og oft hefur verið bent á að undanförnu," skrifar Sigurður. Sigurður lýkur svo grein sinni meðal annars á þessum orðum: „Nú líður að alþingiskosningum og hver vonbiðilinn á fætur öðrum reynir að höfða til okkar kjósenda. Heilbrigðismál hafa aldrei verið kosningamál á Íslandi. Nú þarf að breyta því. Sjónarmiðum heilbrigðisþjónustu þarf að koma á framfæri við þá sem vilja ráða okkar málum. Þeir þurfa að gera grein fyrir því hvort og hvernig þeir vilja efla heilbrigðisþjónustuna á ný og hvaðan fjármunir til þess eigi að koma, hvaða málefni víki fyrir heilbrigðismálum á forgangslista flokkanna." Læknafélögin munu standa fyrir fundi þar sem þessi mál verða rædd við formenn helstu stjórnmálaflokka á næstunni. Hægt er að lesa grein Sigurðar í heild sinni hér.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira