Innlent

14 látnir eftir sprengingu í Rússlandi

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Sprengingin var gríðarleg.
Sprengingin var gríðarleg. Skjáskot
Að minnsta kosti 14 eru látnir og rúmlega 50 eru særðir eftir mikla sprengingu á lestarstöð í rússnesku borginni Volgograd. Telur lögregla að kona hafi sprengt sjálfa sig í loft upp klukkan korter fyrir eitt að staðartíma, eða korter fyrir níu að íslenskum tíma.

Í október síðastliðnum létust sjö eftir að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp í rútu í sömu borg.

Sprengingin í morgun náðist á myndband sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×