Edda Sif segir að Skaupið hefði mátt vera fyndnara Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. janúar 2013 14:44 Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV og einn aðalkarakteranna úr Áramótaskaupinu, segir að sér hafi komið það á óvart að hve miklu leyti Skaupið hefði snúist um sig. Í Skaupinu voru fjölmörg atriði þar sem gert var grín að feðginunum Páli Magnússyni og Eddu. „Ég áttaði mig engan veginn á því að fólk væri eitthvað svo mikið að hugsa um þetta," sagði Edda Sif í samtali við Vísi. „Þetta var ekki þannig að ég væri eitthvað móðguð eða fundist þetta eitthvað óþægilegt," segir hún. Hún hafi aftur á móti fundið fyrir því að fólk í kringum sig hafi verið að hugsa hvers vegna þetta efni væri tekið fyrir aftur og aftur.Nauðganir og ofbeldi ekki fyndið „En ég hef aldrei tekið þetta pabbagrín nærri mér, mér finnst það bara fyndið," segir Edda Sif. Það hafi aftur á móti verið annað efni sem tekið var fyrir í Skaupinu sem sé að sínu mati ekki neitt efni til að gera grín að. Þar nefnir Edda Sif nauðganir og líkamsárásir, en nokkuð var fjallað um nauðganir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í þessu Áramótaskaupi. Aðspurð hvaða einkunn Edda Sif myndi gefa Skaupinu á kvarðanum 0-10 segist Edda vissulega eiga eftir að horfa á það í annað sinn. „En það olli mér smá vonbrigðum grínlega séð, ég hefði alveg viljað hlægja aðeins meira," segir Edda Sif. Atriðin með Steini Ármanni hafi verið fyndin og Skaupið hafi oft átt fína spretti. „En mér hefur oft fundist það vera betra. Á skalanum einn til tíu þá myndi ég segja svona fimm," segir hún. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV og einn aðalkarakteranna úr Áramótaskaupinu, segir að sér hafi komið það á óvart að hve miklu leyti Skaupið hefði snúist um sig. Í Skaupinu voru fjölmörg atriði þar sem gert var grín að feðginunum Páli Magnússyni og Eddu. „Ég áttaði mig engan veginn á því að fólk væri eitthvað svo mikið að hugsa um þetta," sagði Edda Sif í samtali við Vísi. „Þetta var ekki þannig að ég væri eitthvað móðguð eða fundist þetta eitthvað óþægilegt," segir hún. Hún hafi aftur á móti fundið fyrir því að fólk í kringum sig hafi verið að hugsa hvers vegna þetta efni væri tekið fyrir aftur og aftur.Nauðganir og ofbeldi ekki fyndið „En ég hef aldrei tekið þetta pabbagrín nærri mér, mér finnst það bara fyndið," segir Edda Sif. Það hafi aftur á móti verið annað efni sem tekið var fyrir í Skaupinu sem sé að sínu mati ekki neitt efni til að gera grín að. Þar nefnir Edda Sif nauðganir og líkamsárásir, en nokkuð var fjallað um nauðganir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í þessu Áramótaskaupi. Aðspurð hvaða einkunn Edda Sif myndi gefa Skaupinu á kvarðanum 0-10 segist Edda vissulega eiga eftir að horfa á það í annað sinn. „En það olli mér smá vonbrigðum grínlega séð, ég hefði alveg viljað hlægja aðeins meira," segir Edda Sif. Atriðin með Steini Ármanni hafi verið fyndin og Skaupið hafi oft átt fína spretti. „En mér hefur oft fundist það vera betra. Á skalanum einn til tíu þá myndi ég segja svona fimm," segir hún.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira