Kirkjan vill leiða söfnun fyrir Landspítalann Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. janúar 2013 18:28 Kirkjan vill vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans, sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands í nýárspredikun sinni í dag. Hún benti á að undanfarið hafi verið vegið að öryggi landsmanna í heilbrigðismálum, bæði hér í höfuðborginni og út um landið. „Á eina háskólasjúkrahúsi landsins, þar sem einkunnarorðin eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun er tækjakostur það bágborinn og úr sér genginn að til vandræða er. Það er nauðsynlegt að finna leiðir til úrbóta því öll viljum við búa við öryggi á hvaða aldri sem við erum og hvar sem við búum. Landspítali er fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þjóðkirkjan er líka fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þess vegna vill Kirkjan taka þeirri áskorun að vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur einatt skilað miklum árangri," sagði Agnes. Hún sagði að samkennd væri nauðsynleg í samfélaginu. „Hún minnir okkur á ábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og á það að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif," sagði hún. Þegar Agnesi voru veitt verðlaun sem maður ársins í Kryddsíld Stöðvar 2 í gær, sagði hún frá því að hún væri að vega og meta hvort hún ætti að kynna þessa ákvörðun í nýársávarpinu. „Ég vil að kirkjan gangi í takt við þjóðina og geri það sem er þjóðinni fyrir bestu. Þetta er þjóðkrikja. Ég hef fengið áskorun um það að kirkjan taki frumkvæði varðandi söfnun hér á landi um að safna fyrir tækjum á landspítalanum af því að þar eru tæki og tól sem ekki virka," sagði Agnes þá. Hún kynnti svo ákvörðunina formlega í nýárspredikun sinni í dag. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Kirkjan vill vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans, sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands í nýárspredikun sinni í dag. Hún benti á að undanfarið hafi verið vegið að öryggi landsmanna í heilbrigðismálum, bæði hér í höfuðborginni og út um landið. „Á eina háskólasjúkrahúsi landsins, þar sem einkunnarorðin eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun er tækjakostur það bágborinn og úr sér genginn að til vandræða er. Það er nauðsynlegt að finna leiðir til úrbóta því öll viljum við búa við öryggi á hvaða aldri sem við erum og hvar sem við búum. Landspítali er fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þjóðkirkjan er líka fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þess vegna vill Kirkjan taka þeirri áskorun að vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur einatt skilað miklum árangri," sagði Agnes. Hún sagði að samkennd væri nauðsynleg í samfélaginu. „Hún minnir okkur á ábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og á það að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif," sagði hún. Þegar Agnesi voru veitt verðlaun sem maður ársins í Kryddsíld Stöðvar 2 í gær, sagði hún frá því að hún væri að vega og meta hvort hún ætti að kynna þessa ákvörðun í nýársávarpinu. „Ég vil að kirkjan gangi í takt við þjóðina og geri það sem er þjóðinni fyrir bestu. Þetta er þjóðkrikja. Ég hef fengið áskorun um það að kirkjan taki frumkvæði varðandi söfnun hér á landi um að safna fyrir tækjum á landspítalanum af því að þar eru tæki og tól sem ekki virka," sagði Agnes þá. Hún kynnti svo ákvörðunina formlega í nýárspredikun sinni í dag.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira