Innlent

Tveir ofurhugar í kröppum dansi á svifvængjum

Tveir ungir ofurhugar komust í hann krappann þegar þeir ætluðu á fljúga á svifvængjum fram af fjallstoppi við Eyjafjörð í fyrrakvöld.

Þeir fóru með þyrlu frá Hlíðarfjalli og fóru úr henni á einum af Súlutindunum. Þá var veður farið að versna, en einn stökk fram af og lenti heilu og höldnu á láglendi.

Sá næsti féll fram af fjallsbrúninni en sakaði ekki og ákvað að ganga til byggða. Sá þriðji hætti við stökkið og lagði af stað gangandi niður.

Farsímar mannanna brugðust hinsvegar og því hófu björgunarsveitir leit að mönnunum tveimur, sem fundust á sitt hvorum staðnum síðar um kvöldið, en þá var löngu orðið myrkur. Þeir voru heilir á húfi og vel búnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×