Stuðningur við kjarabaráttu almennra lækna Ólafur Ögmundarson skrifar 22. mars 2013 06:00 Ég er læknisfrú og finnst það fínn titill, enda hefur það þótt eftirsóknarvert hlutskipti í lífinu síðustu tvær aldir, hið minnsta. Nú eru hins vegar farnar að renna á mig tvær grímur. Ekki vegna þess að konan mín sé ekki jafn yndisleg og áður heldur vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur á stöðu almennra lækna til dagsins í dag. Til að gefa smá hugmynd um stöðu ungra lækna þá verða þeir, eins og lög gera ráð fyrir, að hafa lokið læknisfræðinámi sem tekur sex ár. Á kandídatsári konunnar (árið 2009) voru grunnlaun hennar 303.000 kr. sem svo hækkuðu í 322.555 kr. þegar hún varð almennur læknir (um mitt ár 2011). Eftir tæp þrjú ár sem almennur læknir er hún komin í 371.382 kr. í grunnlaun, við síðustu útborgun. Við þetta bætist svo vaktavinna, sem er um 90 tímar á mánuði að meðaltali. Ég kýs að setja launin fram á þennan hátt enda er einfaldara um samanburð á launum fólks út frá grunnlaunum. Auk þess er alls kostar óeðlilegt að launþegi þurfi vaktir til að geta séð fjölskyldu sinni farborða. Miðað við það vaktaálag sem fylgir starfi almennra lækna gefur að skilja að ekki er mikið fjölskyldulíf fyrir þá þegar tarnir eru í gangi í vinnunni. Ekki ber að skilja þetta þannig að ekki megi vera álag en um viðvarandi ástand er að ræða sem þýðir að börnin okkar verða af samskiptum við móður sína aðra hverja helgi og oft inni í miðri viku. Fyrst ég er farinn að blanda börnunum í þetta, þá ber líka að geta að vinnutími lækna er þannig að þeir mæta fyrir 8 í vinnu og deginum lýkur nær alltaf eftir 16.00 sem þýðir að þeir ná heldur ekki að sækja börnin sín nema dagvistunarstofnanir eigi að sjá um að geyma þau í níu tíma á dag. Sem betur fer er vinnu minni þannig háttað að ég get farið með og sótt börnin til þess að þau séu ekki nema um átta tíma á dag í pössun, en sú staða er örugglega ekki á öllum heimilum. Uppsagnir Nú er læknirinn „minn“ búinn að segja upp vegna óánægju með lág grunnlaun en ekki síst vegna lélegra vinnuaðstæðna og aðbúnaðar á spítölunum. Lögbundinn frítökuréttur vegna skerts hvíldartíma er ekki virtur, yfirvinna er ekki greidd og ýmislegt annað smálegt, svo sem að starfsfólk sé neytt til að nota eigin farsíma í vinnunni. Konan mín er ekki ein um að hafa sagt upp. Flestir almennir læknar á lyflæknissviði Landsspítala Háskólasjúkrahúss hafa gert slíkt hið sama og uppsagnarfrestur er einn mánuður. Þessum uppsögnum hefur verið mætt með kæru til Læknafélags Íslands vegna ólöglegra hópuppsagna almennra lækna. Um hópuppsögn er hins vegar ekki að ræða, ekki frekar en þegar hjúkrunarfræðingar sögðu upp fyrir stuttu og var mætt með hækkun launa. Ég ræð engum að fara í læknisfræði, nema fólk vilji sjá börnin sín lítið og vinna fyrir léleg laun. Læknum þakka ég hins vegar fyrir sitt óeigingjarna starf vegna allra þeirra fórna sem þeir færa, enda er ég stolt læknisfrú. Að lokum langar mig til að segja að ég styð almenna lækna í þeirra aðgerðum og það sorglega er, miðað við viðbrögðin við þessum uppsögnum, að skásti valkosturinn fyrir almenna lækna er að flytja úr landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Ég er læknisfrú og finnst það fínn titill, enda hefur það þótt eftirsóknarvert hlutskipti í lífinu síðustu tvær aldir, hið minnsta. Nú eru hins vegar farnar að renna á mig tvær grímur. Ekki vegna þess að konan mín sé ekki jafn yndisleg og áður heldur vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur á stöðu almennra lækna til dagsins í dag. Til að gefa smá hugmynd um stöðu ungra lækna þá verða þeir, eins og lög gera ráð fyrir, að hafa lokið læknisfræðinámi sem tekur sex ár. Á kandídatsári konunnar (árið 2009) voru grunnlaun hennar 303.000 kr. sem svo hækkuðu í 322.555 kr. þegar hún varð almennur læknir (um mitt ár 2011). Eftir tæp þrjú ár sem almennur læknir er hún komin í 371.382 kr. í grunnlaun, við síðustu útborgun. Við þetta bætist svo vaktavinna, sem er um 90 tímar á mánuði að meðaltali. Ég kýs að setja launin fram á þennan hátt enda er einfaldara um samanburð á launum fólks út frá grunnlaunum. Auk þess er alls kostar óeðlilegt að launþegi þurfi vaktir til að geta séð fjölskyldu sinni farborða. Miðað við það vaktaálag sem fylgir starfi almennra lækna gefur að skilja að ekki er mikið fjölskyldulíf fyrir þá þegar tarnir eru í gangi í vinnunni. Ekki ber að skilja þetta þannig að ekki megi vera álag en um viðvarandi ástand er að ræða sem þýðir að börnin okkar verða af samskiptum við móður sína aðra hverja helgi og oft inni í miðri viku. Fyrst ég er farinn að blanda börnunum í þetta, þá ber líka að geta að vinnutími lækna er þannig að þeir mæta fyrir 8 í vinnu og deginum lýkur nær alltaf eftir 16.00 sem þýðir að þeir ná heldur ekki að sækja börnin sín nema dagvistunarstofnanir eigi að sjá um að geyma þau í níu tíma á dag. Sem betur fer er vinnu minni þannig háttað að ég get farið með og sótt börnin til þess að þau séu ekki nema um átta tíma á dag í pössun, en sú staða er örugglega ekki á öllum heimilum. Uppsagnir Nú er læknirinn „minn“ búinn að segja upp vegna óánægju með lág grunnlaun en ekki síst vegna lélegra vinnuaðstæðna og aðbúnaðar á spítölunum. Lögbundinn frítökuréttur vegna skerts hvíldartíma er ekki virtur, yfirvinna er ekki greidd og ýmislegt annað smálegt, svo sem að starfsfólk sé neytt til að nota eigin farsíma í vinnunni. Konan mín er ekki ein um að hafa sagt upp. Flestir almennir læknar á lyflæknissviði Landsspítala Háskólasjúkrahúss hafa gert slíkt hið sama og uppsagnarfrestur er einn mánuður. Þessum uppsögnum hefur verið mætt með kæru til Læknafélags Íslands vegna ólöglegra hópuppsagna almennra lækna. Um hópuppsögn er hins vegar ekki að ræða, ekki frekar en þegar hjúkrunarfræðingar sögðu upp fyrir stuttu og var mætt með hækkun launa. Ég ræð engum að fara í læknisfræði, nema fólk vilji sjá börnin sín lítið og vinna fyrir léleg laun. Læknum þakka ég hins vegar fyrir sitt óeigingjarna starf vegna allra þeirra fórna sem þeir færa, enda er ég stolt læknisfrú. Að lokum langar mig til að segja að ég styð almenna lækna í þeirra aðgerðum og það sorglega er, miðað við viðbrögðin við þessum uppsögnum, að skásti valkosturinn fyrir almenna lækna er að flytja úr landi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun