Sífellt fleiri skilja bílinn eftir heima Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 22. mars 2013 07:00 Kristín Þórðardóttir er nýflutt heim frá Danmörku og á ekki bíl. Hún fær samgöngustyrk frá vinnuveitandanum og hjólar eða tekur strætó í vinnuna. fréttablaðið/gva „Þetta sparar fullt af útgjöldum," segir Kristín Þórðardóttir, starfsmaður hjá Advania. Hún skrifaði undir samgöngusamning við fyrirtækið, fær styrk frá því og skuldbindur sig í staðinn til að notast við annan samgöngumáta til að fara til vinnu, svo sem gangandi, hjólandi eða í strætó, að minnsta kosti þrisvar í viku. „Við eigum ekki einu sinni bíl. Við erum nýflutt frá Danmörku og héldum bara áfram að hjóla þegar við komum heim. Það var óvænt ánægja að fyrirtækið skyldi bjóða upp á þetta," segir Kristín, en um 230 af 600 starfsmönnum hafa undirritað samgöngusamning hjá Advania. „Ég hjóla nú ekki alveg í öllum veðrum. Ef veðrið er of vont þá tek ég bara strætó, en ég notaði styrkinn til að kaupa strætókort." Þeim fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða starfsmönnum sínum samgöngusamninga fer fjölgandi. Landsbankinn hefur gert það síðan árið 2011. Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá bankanum, segir að samningarnir hafi mælst vel fyrir. „Um síðustu áramót höfðu 359 af um 1.300 starfsmönnum skrifað undir samning. Þeir eiga allir rétt á tuttugu þúsund króna niðurgreiðslu á árskorti í strætó, sem og fjörutíu þúsund króna viðbótargreiðslu vegna kostnaðar við vistvænar samgöngur." Á móti skuldbinda starfsmenn sig til þess að koma aðeins tvo daga á viku í bíl, nema óviðráðanlegar aðstæður kalli á annað, veik börn, tannlæknatími eða eitthvað í þá veru. „Við höfum það þó þannig að ef slíkar aðstæður koma upp greiðum við leigubíl fyrir starfsfólk." ÁTVR bauð upp á samgöngusamninga í tilraunaskyni frá apríl til september í fyrra. Tilraunin gekk svo vel að ákveðið var að bjóða upp á framhald á henni. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn geti fengið styrk bæði yfir vetrar- og sumartímann. „Reynslan af þessu er mjög góð og könnun hjá okkur sýndi að starfsmenn eru mjög jákvæðir í garð verkefnisins," segir Sigrún, en 112 af um 300 starfsmönnum hafa skrifað undir samgöngusamning. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
„Þetta sparar fullt af útgjöldum," segir Kristín Þórðardóttir, starfsmaður hjá Advania. Hún skrifaði undir samgöngusamning við fyrirtækið, fær styrk frá því og skuldbindur sig í staðinn til að notast við annan samgöngumáta til að fara til vinnu, svo sem gangandi, hjólandi eða í strætó, að minnsta kosti þrisvar í viku. „Við eigum ekki einu sinni bíl. Við erum nýflutt frá Danmörku og héldum bara áfram að hjóla þegar við komum heim. Það var óvænt ánægja að fyrirtækið skyldi bjóða upp á þetta," segir Kristín, en um 230 af 600 starfsmönnum hafa undirritað samgöngusamning hjá Advania. „Ég hjóla nú ekki alveg í öllum veðrum. Ef veðrið er of vont þá tek ég bara strætó, en ég notaði styrkinn til að kaupa strætókort." Þeim fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða starfsmönnum sínum samgöngusamninga fer fjölgandi. Landsbankinn hefur gert það síðan árið 2011. Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá bankanum, segir að samningarnir hafi mælst vel fyrir. „Um síðustu áramót höfðu 359 af um 1.300 starfsmönnum skrifað undir samning. Þeir eiga allir rétt á tuttugu þúsund króna niðurgreiðslu á árskorti í strætó, sem og fjörutíu þúsund króna viðbótargreiðslu vegna kostnaðar við vistvænar samgöngur." Á móti skuldbinda starfsmenn sig til þess að koma aðeins tvo daga á viku í bíl, nema óviðráðanlegar aðstæður kalli á annað, veik börn, tannlæknatími eða eitthvað í þá veru. „Við höfum það þó þannig að ef slíkar aðstæður koma upp greiðum við leigubíl fyrir starfsfólk." ÁTVR bauð upp á samgöngusamninga í tilraunaskyni frá apríl til september í fyrra. Tilraunin gekk svo vel að ákveðið var að bjóða upp á framhald á henni. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn geti fengið styrk bæði yfir vetrar- og sumartímann. „Reynslan af þessu er mjög góð og könnun hjá okkur sýndi að starfsmenn eru mjög jákvæðir í garð verkefnisins," segir Sigrún, en 112 af um 300 starfsmönnum hafa skrifað undir samgöngusamning.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira