Innlent

Reynir enn að fá göng á milli lands og Eyja

Árni Johnsen lagði aftur fram fræga þingsályktunartillögu sína um að leggja jarðgöng á milli lands og Vestmannaeyja.

Þingsályktunin miðar að því að Alþingi álykti að lokið verði nú þegar lokaþætti rannsókna á möguleikum og áætluðum kostnaði við gerð jarðganga milli lands og Eyja, nánar tiltekið milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum.

Athugið að myndin sé úr safni.
Þingsályktunin var fyrst lögð fram fyrir um áratug síðan. Árið 2006 kom fram í skýrslu norska ráðgjafarfyrirtækisins Multiconsult fyrir félagið Ægisdyr að slík göng væru tæknilega framkvæmanleg.

Þá var reiknað út að framkvæmdakostnaður fyrir 18 kílómetra löng göng væri áætlaður 1,65 milljarðar norskra króna eða um 19,4 milljarðar króna á þáverandi gengi krónunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×