Stórstjarna hleypur í skarðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2013 15:13 Nadja Michael Nordicphotos/Getty Þýska söngkonan Nadja Michael mun hlaupa í skarðið fyrir hina bandarísku sópransöngkonu Deborah Voigt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld. Voight, sem átti að fara með hlutverk Salóme í samnefndri óperu eftir Richard Strauss, þurfti að afboða komu sína vegna veikinda. Uppnámið er þó ekki meira en svo að ein skærasta söngkona heimsins er klár í slaginn. Nadja Michael er tíður gestur í frægustu óperuhúsum heims og einmitt margverðlaunuð fyrir túlkun sína á Salóme. Í febrúar 2007 söng hún hlutverk Salóme í La Scala óperuhúsinu í Mílanó við frábærar undirtektir og fylgdi því eftir í áhrifamikilli uppfærslu á Salóme við Konunglega óperuhúsið í Covent Garden í London árið 2008. Nadja Michael hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir margvísleg óperuhlutverk og listrænan flutning á ferli sínum. Sérlega eftirtektarverð voru verðlaunin Die Goldene Stimmgabel von Arte sem hún fékk fyrir túlkun sína á Salóme árið 2008 og tilnefning til South Bank Show ITV verðlaunanna árið 2009 í flokknum „Ópera" fyrir Salóme í uppfærslu Konunglega óperuhússins í London. Auk lokaþáttarins í Salóme flytur Sinfóníuhljómsveitin Serenöðu í D-dúr, op. 11 eftir Johannes Brahms og Sjökveðudansinn eftir Richard Strauss. Hljómsveitarstjóri er James Gaffigan. Tónleikarnir hefjast í Eldborgarsal Hörpu föstudagskvöldið klukkan 19.30. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þýska söngkonan Nadja Michael mun hlaupa í skarðið fyrir hina bandarísku sópransöngkonu Deborah Voigt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld. Voight, sem átti að fara með hlutverk Salóme í samnefndri óperu eftir Richard Strauss, þurfti að afboða komu sína vegna veikinda. Uppnámið er þó ekki meira en svo að ein skærasta söngkona heimsins er klár í slaginn. Nadja Michael er tíður gestur í frægustu óperuhúsum heims og einmitt margverðlaunuð fyrir túlkun sína á Salóme. Í febrúar 2007 söng hún hlutverk Salóme í La Scala óperuhúsinu í Mílanó við frábærar undirtektir og fylgdi því eftir í áhrifamikilli uppfærslu á Salóme við Konunglega óperuhúsið í Covent Garden í London árið 2008. Nadja Michael hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir margvísleg óperuhlutverk og listrænan flutning á ferli sínum. Sérlega eftirtektarverð voru verðlaunin Die Goldene Stimmgabel von Arte sem hún fékk fyrir túlkun sína á Salóme árið 2008 og tilnefning til South Bank Show ITV verðlaunanna árið 2009 í flokknum „Ópera" fyrir Salóme í uppfærslu Konunglega óperuhússins í London. Auk lokaþáttarins í Salóme flytur Sinfóníuhljómsveitin Serenöðu í D-dúr, op. 11 eftir Johannes Brahms og Sjökveðudansinn eftir Richard Strauss. Hljómsveitarstjóri er James Gaffigan. Tónleikarnir hefjast í Eldborgarsal Hörpu föstudagskvöldið klukkan 19.30.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira