Stórstjarna hleypur í skarðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2013 15:13 Nadja Michael Nordicphotos/Getty Þýska söngkonan Nadja Michael mun hlaupa í skarðið fyrir hina bandarísku sópransöngkonu Deborah Voigt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld. Voight, sem átti að fara með hlutverk Salóme í samnefndri óperu eftir Richard Strauss, þurfti að afboða komu sína vegna veikinda. Uppnámið er þó ekki meira en svo að ein skærasta söngkona heimsins er klár í slaginn. Nadja Michael er tíður gestur í frægustu óperuhúsum heims og einmitt margverðlaunuð fyrir túlkun sína á Salóme. Í febrúar 2007 söng hún hlutverk Salóme í La Scala óperuhúsinu í Mílanó við frábærar undirtektir og fylgdi því eftir í áhrifamikilli uppfærslu á Salóme við Konunglega óperuhúsið í Covent Garden í London árið 2008. Nadja Michael hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir margvísleg óperuhlutverk og listrænan flutning á ferli sínum. Sérlega eftirtektarverð voru verðlaunin Die Goldene Stimmgabel von Arte sem hún fékk fyrir túlkun sína á Salóme árið 2008 og tilnefning til South Bank Show ITV verðlaunanna árið 2009 í flokknum „Ópera" fyrir Salóme í uppfærslu Konunglega óperuhússins í London. Auk lokaþáttarins í Salóme flytur Sinfóníuhljómsveitin Serenöðu í D-dúr, op. 11 eftir Johannes Brahms og Sjökveðudansinn eftir Richard Strauss. Hljómsveitarstjóri er James Gaffigan. Tónleikarnir hefjast í Eldborgarsal Hörpu föstudagskvöldið klukkan 19.30. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Þýska söngkonan Nadja Michael mun hlaupa í skarðið fyrir hina bandarísku sópransöngkonu Deborah Voigt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld. Voight, sem átti að fara með hlutverk Salóme í samnefndri óperu eftir Richard Strauss, þurfti að afboða komu sína vegna veikinda. Uppnámið er þó ekki meira en svo að ein skærasta söngkona heimsins er klár í slaginn. Nadja Michael er tíður gestur í frægustu óperuhúsum heims og einmitt margverðlaunuð fyrir túlkun sína á Salóme. Í febrúar 2007 söng hún hlutverk Salóme í La Scala óperuhúsinu í Mílanó við frábærar undirtektir og fylgdi því eftir í áhrifamikilli uppfærslu á Salóme við Konunglega óperuhúsið í Covent Garden í London árið 2008. Nadja Michael hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir margvísleg óperuhlutverk og listrænan flutning á ferli sínum. Sérlega eftirtektarverð voru verðlaunin Die Goldene Stimmgabel von Arte sem hún fékk fyrir túlkun sína á Salóme árið 2008 og tilnefning til South Bank Show ITV verðlaunanna árið 2009 í flokknum „Ópera" fyrir Salóme í uppfærslu Konunglega óperuhússins í London. Auk lokaþáttarins í Salóme flytur Sinfóníuhljómsveitin Serenöðu í D-dúr, op. 11 eftir Johannes Brahms og Sjökveðudansinn eftir Richard Strauss. Hljómsveitarstjóri er James Gaffigan. Tónleikarnir hefjast í Eldborgarsal Hörpu föstudagskvöldið klukkan 19.30.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira