Innlent

John Grant og Ásgeir Trausti á Bræðslunni

John Grant
John Grant
Í dag var tilkynnt hvaða tónlistarmenn spila á Bræðslunni, árlegri tónlistarhátíð á Borgarfirði Eystra, sem fram fer í níunda skipti í sumar.

Ásgeir Trausti, John Grant, Mannakort og Bjartmar Guðlaugsson munu trylla lýðinn fyrir austan en aðalkvöld hátíðarinnar er 27. júlí. Uppselt var á hátíðina í fyrra en miðasala hefst þann 9. maí.

Skipuleggjendur hátíðarinnar útiloka ekki að listamönnum eigi eftir að fjölga þegar nær dregur. Hefð hefur verið fyrir því að minna þekktar hljómsveitir spili fyrir gesti á hátíðinni dagana fyrir aðalkvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×