Innlent

Mikla fýlur leggur af rotnandi síld í Kolgrafarfirði

Megn óþefur er nú ríkjandi við Kolgrafarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi, eftir síldardauðann þar í desember.

Þar er síld að rotna í öllum fjörum og tugir þúsunda af dauðri síld er á botni fjarðarins. Bóndinn á bænum Eiði við fjörðinn, segir í viðtali við Skessuhorn að í austlægum áttum, þegar vindur stendur af firðinum og á bæinn, sé ólíft þar heima. Frá yfrivöldum fái hann þau svör að hann verði sjálfur að hreinsa fjörðinn upp á eigin reikning, ef fýlan sé að angra hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×