Innlent

Kostnaður vegna geðrofslyfja nemur hundruðum milljóna

Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna geðrofslyfja fara lækkandi en samkvæmt upplýsingum fyrir nýliðið ár um notkun þeirra lækkuðu útgjöld um 83 milljónir króna á sex mánaða tímabili. Þennan árangur má rekja til reglugerðarbreytingar sem tók gildi þann 1. júní síðastliðinn. Breytingarnar fólu í sér að Sjúkratryggingar Íslands taka nú einungis þátt í greiðslu hagkvæmustu pakkninga geðrofslyfja.

Sjúkratryggingar Íslands höfðu gert ráð fyrir að umræddar breytingar gætu sparað um 50-100 milljónir króna á ársgrundvelli en miðað við stöðuna nú má ætla að árlegur sparnaður geti orðið allt að 150-200 milljónum króna. Heildarkostnaður geðrofslyfja árið 2011 var 756 milljónir króna. Enn á eftir að tryggja kostnaðarlækkun upp á 450 milljónir króna vegna lyfja í heild í samræmi við forsendur fjárlaga 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×