Innlent

Krefjast tveggja vikna varðhalds yfir Karli Vigni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
MYND/KASTLJÓS
Farið verður fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Karli Vigni Þorsteinssyni síðar í dag. Þetta er fullyrt á fréttavef RÚV. Karl Vignir er grunaður um að hafa brotið gegn tuga barna á fimmtíu ára tímabili.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom fram að hann hefði gist fangageymslur í nótt. „Karl Vignir hefur verið í skýrslutöku í gær og var í skýrslutöku fram á kvöld og aftur í morgun. Skýrslutökum er lokið í bili og það er verið að íhuga næstu skref hér hjá okkur," sagði Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Vísir hefur ekki náð tali af Björgvin til að fá staðfestar fréttrinar af gæsluvarðhaldskröfunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×