„Verðum að tryggja að þetta geti ekki gerst aftur“ 9. janúar 2013 20:54 „Ég held að mörg tár hafi fallið síðustu daga," segir Þorgerður Katrín, þingkona í allsherjar- og menntamálanefnd. „Geðshræringin er mikið og margir eru auðvitað í áfalli eftir þessa umfjöllun. Hér vísar Þorgerður Katrín til umfjöllunar Kastljóss um brotaferil barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar. Hann hefur viðurkennt að hafa brotið á allt að fimmtíu börnum á síðustu fimm áratugum. Þorgerður Katrín var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar ræddi hún um lagaumhverfið í kringum kynferðisbrot gagnvart börnum. „Það sem maður skilur ekki í þessu máli er hin samfélagslega þöggun sem átt hefur sér stað í gegnum árin," segir Þorgerður Katrín. „Að við höfum ekki veitt börnunum í samfélagi okkar nægilega mikið skjól. Það er stærsta verkefni stjórnmálamanna, forystumanna í samfélaginu og auðvitað samfélagsins alls, að reyna að koma börnum í öruggt skjól." Í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um mál Karls Vignis segir Þorgerður Katrín að tímabært sé að endurskoða lagaumhverfið þegar kynferðisbrot gegn börnum eru til umfjöllunar. „Við þurfum að funda, yfirvegað, með fólki sem hefur sérfræðiþekkingu á slíkum málum, lögreglu, Barnaverndarstofu og öðrum aðilum." Mörg brota Karls Vignis er nú fyrnd. Þorgerður Katrín segir að endurskoða verði reglur sem segja til um fyrningu slíkra brota. „Í ljósi þessa máls er eðlilegt að við förum vel yfir þetta, með hagsmuni barna í huga. Einnig verður að hafa grundvallarreglur réttarríkisins sem verja bæði sakborninga en ekki síður fórnarlömbin. Það er okkar hlutverk nú í nefndinni." „En í þessi máli skiptir auðvitað sköpum að fræða börnin. Að þau séu upplýst og kunni að neita ljótum hlutum. Það þarf að gefa börnunum sjálfstraust til að berjast gegn hinu illa í samfélaginu," segir Þorgerður Katrín.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Ég held að mörg tár hafi fallið síðustu daga," segir Þorgerður Katrín, þingkona í allsherjar- og menntamálanefnd. „Geðshræringin er mikið og margir eru auðvitað í áfalli eftir þessa umfjöllun. Hér vísar Þorgerður Katrín til umfjöllunar Kastljóss um brotaferil barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar. Hann hefur viðurkennt að hafa brotið á allt að fimmtíu börnum á síðustu fimm áratugum. Þorgerður Katrín var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar ræddi hún um lagaumhverfið í kringum kynferðisbrot gagnvart börnum. „Það sem maður skilur ekki í þessu máli er hin samfélagslega þöggun sem átt hefur sér stað í gegnum árin," segir Þorgerður Katrín. „Að við höfum ekki veitt börnunum í samfélagi okkar nægilega mikið skjól. Það er stærsta verkefni stjórnmálamanna, forystumanna í samfélaginu og auðvitað samfélagsins alls, að reyna að koma börnum í öruggt skjól." Í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um mál Karls Vignis segir Þorgerður Katrín að tímabært sé að endurskoða lagaumhverfið þegar kynferðisbrot gegn börnum eru til umfjöllunar. „Við þurfum að funda, yfirvegað, með fólki sem hefur sérfræðiþekkingu á slíkum málum, lögreglu, Barnaverndarstofu og öðrum aðilum." Mörg brota Karls Vignis er nú fyrnd. Þorgerður Katrín segir að endurskoða verði reglur sem segja til um fyrningu slíkra brota. „Í ljósi þessa máls er eðlilegt að við förum vel yfir þetta, með hagsmuni barna í huga. Einnig verður að hafa grundvallarreglur réttarríkisins sem verja bæði sakborninga en ekki síður fórnarlömbin. Það er okkar hlutverk nú í nefndinni." „En í þessi máli skiptir auðvitað sköpum að fræða börnin. Að þau séu upplýst og kunni að neita ljótum hlutum. Það þarf að gefa börnunum sjálfstraust til að berjast gegn hinu illa í samfélaginu," segir Þorgerður Katrín.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira