Hvalaskoðunarfélög segja sig frá neyðarútköllum björgunarsveita Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júlí 2013 05:00 Nítján manna lið var um borð þegar Rib-bátur Rib-safari sótti mann sem hrapaði og slasaðist illa í eyjunni Brandi á fimmtudag. Mynd/Óskar P. Friðriksson Þar sem Samgöngustofa veitir tveimur hvalaskoðunarfyrirtækjum í Vestmannaeyjum og Húsavík ekki heimild til að fullnýta sæti í svonefndum Rib-bátum neita félögin eftirleiðis að taka þátt í björgunarútköllum. Ábyrgð er vísað á ráðherra. „Svona vilja Siglingamálastofnun og innanríkisráðherra hafa þetta,“ segir Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, um þá ákvörðun fyrirtækisins og Rib-safari Vestmannaeyjum að hætta þátttöku í neyðarútköllum. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða Rib-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu (áður Siglingastofnunar) til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sætta félögin sig ekki við og þykir einnig að sér þrengt með skilyrðum um notkun flotbúninga að vori og hausti.Stefán Guðmundsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir.Innanríkisráðuneytið lagði fyrir Samgöngustofu fyrir tveimur mánuðum að endurskoða ákvarðanir um fyrrgreind atriði. Í gær sagðist stofnunin „leggjast sterklega gegn“ því að rýmka farþegaheimildina og vísar ráðuneytið til þess. Stefán Guðmundsson segir þolinmæðina á þrotum. Félögin tapi gríðarlegum fjármunum með því að geta ekki fyllt bátana. Hann bendir á að þau ráði yfir öflugustu sjóbjörgunartækjum á Norðurlandi og við Vestmannaeyjar. Bátarnir hafi oft sinnt neyðarútköllum á sjó, nú síðast í tvígang við Vestmannaeyjar í fyrradag. Þetta sé sett í forgang og gert án nokkurs endurgjalds. „En ef við lendum í neyðarútkalli erum við ekki tryggðir eða með leyfi fyrir því að taka fleiri en 12 farþega í báta sem geta tekið 24 farþega. Við verstu aðstæður þyrftum við að velja þá 12 sem við megum taka um borð,“ segir Stefán. „Við treystum okkur ekki til þess að axla þá ábyrgð; hvorki að velja þá tólf sem tæknilega „má“ bjarga né þá ábyrgð að vera með restina ótryggða.“ Stefán segir að vegna þessa hafi fyrirtækin ákveðið að hætta við þátttöku í neyðarútköllum. „Við vísum ábyrgðinni beint á ráðherrann sem er ekki að vinna vinnuna sína í þessu máli,“ segir Stefán og á þar við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Ekki náðist í Hönnu Birnu í gær.Hér má lesa bréf Samgöngustofu til innanríkisráðuneytisins.Hér má lesa bréf innanríkisráðuneytisins til hvalaskoðunarfyrirtækja.Framkvæmdastjórar hvalaskoðunarfyrirtækja: Lýsa ábyrgð á hendur innanríkisráðherra Fréttatilkynning / Yfirlýsing laugardaginn 27. Júlí 2013. Rekstraraðilar svokallaðra RIB báta, í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa ákveðið að segja sig frá útkallslistum Björgunarsveitanna í Vestmannaeyjum og á Húsavík, vegna óaðgengilegra takmarkana sem um bátana gilda. Sjá nánari útskýringar hér að neðan. Það þýðir með öðrum orðum að umræddir bátar – sem eru öflugustu og hraðskreiðustu sjóbjörgunartæki fyrir Norðulandi frá Húsavík og á Suðurlandi frá Vestmannaeyjum verða ekki til taks í neyðarútköll og björgunaraðgerðir ef til þess kemur frá og með morgundeginum 28. Júlí 2013. Umræddir rekstraraðilar hafa ekki fengið leyfi hjá Innanríkisráðuneytinu og Siglingastofnun til þess að nýta flutningsgetu bátanna til fulls það sem af er þessu ári þrátt fyrir margítrekaðar óskir þess efnis. Umræddir RIB bátar eru 4 talsins og geta borið allt að 24 farþega hver, og búnir öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, með tvær aðalvélar os.frv. og eru framleiddir í grunnin sem björgunarbátar og notaðir til slíkra verkefna á heimsvísu. Í dag hafa umræddir bátar ekki leyfi fyrir nema 12 farþegum og tryggingar í samræmi við slíkar takmarkanir. Siglingastofnun Íslands fékk skýr fyrirmæli þann 23. maí síðastliðinn frá ráðherra um að endurskoða reglur um RIB báta og skyldi það gert ÁN TAFAR. Slík endurskoðun hefði getað farið fram á einum degi í ljósi stöðunnar en ekkert gerist þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra í málinu og um leið, haldlaus loforð. Á meðan leyfi fæst ekki frá Innanríkisráðuneytinu og undirstofnun þess, Siglingastofnun, til þess að flytja allt að 24 farþega í öllum verkefnum - þá treysta rekstraraðilar sér ekki til þess að sinna neyðarútköllum til sjós nema þeir fái leyfi til þess að fullnýta bátana þegar til þess kemur á ögurstundu. Ekki er heimilt að tryggja fleiri en 12 farþega um borð í bátunum samkv. núverandi leyfi og gildir það einnig í neyðarútköllum og öðrum sérverkefnum, hvort sem er um að ræða, farþega, áhafnir eða björgunarsveitameðlimi sjálfa. Rekstraraðilar treysta sér ekki til þess að sinna slíkum útköllum án þess að hafa alla tryggða um borð í bátunum, þann fjölda sem þeir geta rúmað. Umræddir rekstraraðilar hafa gert það að skyldu sinni hingað til að fara í slíka björgunarleiðangra og í samræmi við góða sjómennsku og áratuga reynslu á hafinu. RIB báturinn Stóri Örn frá Vestmannaeyjum hefur í tvígang verið kallaður út á síðasta sólarhring í björgunarleiðangra og fór m.a. með 19 björgunarsveitarmenn með í fyrri leiðangurinn. Skip Björgunarfélags Vestmannaeyjar er uppi á landi bilað. Umræddir RIB bátar hafa sannað mikilvægi sitt á viðkomandi stöðum og verið björgunarsveitunum mikil stoð í þeirra starfi. Framundan eru mestu ferðamannahelgar ársins, bæði til sjós og lands. Þess ber sömuleiðis að geta, að fram til þessa hafa umræddir rekstraraðilar ávallt haft slíka björgunarleiðangra í forgangi og aflýst öðrum verkefnum á öllum tímum, samfara því fjárhagslega tjóni sem af hefur hlotist. Rekstraraðilarnir hafa aldrei þegið eina krónu frá björgunarsveitunum sjálfum fyrir umrædd útköll, hvorki fyrir olíu, mannalaunum eða öðrum kostnaði sem hlotist hefur af – heldur viljað styrkja sveitirnar með slíku framlagi til góðra verka. Innanríkistráðherra hefur sýnt rekstraraðilunum og björgunarsveitunum fádæma vanvirðingu með seinagangi í lausn málsins. Rekstraraðilar harma að þurfa að grípa til slíkra aðgerða en vísa allri ábyrgð í málinu á hendur Innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.VirðingarfyllstHilmar Kristjánsson framkv.stj. Rib Safari Vestmannaeyjum. Stefán Guðmundsson framkv.stj. Gentle Giants Whale Watching Húsavík. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Þar sem Samgöngustofa veitir tveimur hvalaskoðunarfyrirtækjum í Vestmannaeyjum og Húsavík ekki heimild til að fullnýta sæti í svonefndum Rib-bátum neita félögin eftirleiðis að taka þátt í björgunarútköllum. Ábyrgð er vísað á ráðherra. „Svona vilja Siglingamálastofnun og innanríkisráðherra hafa þetta,“ segir Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, um þá ákvörðun fyrirtækisins og Rib-safari Vestmannaeyjum að hætta þátttöku í neyðarútköllum. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða Rib-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu (áður Siglingastofnunar) til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sætta félögin sig ekki við og þykir einnig að sér þrengt með skilyrðum um notkun flotbúninga að vori og hausti.Stefán Guðmundsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir.Innanríkisráðuneytið lagði fyrir Samgöngustofu fyrir tveimur mánuðum að endurskoða ákvarðanir um fyrrgreind atriði. Í gær sagðist stofnunin „leggjast sterklega gegn“ því að rýmka farþegaheimildina og vísar ráðuneytið til þess. Stefán Guðmundsson segir þolinmæðina á þrotum. Félögin tapi gríðarlegum fjármunum með því að geta ekki fyllt bátana. Hann bendir á að þau ráði yfir öflugustu sjóbjörgunartækjum á Norðurlandi og við Vestmannaeyjar. Bátarnir hafi oft sinnt neyðarútköllum á sjó, nú síðast í tvígang við Vestmannaeyjar í fyrradag. Þetta sé sett í forgang og gert án nokkurs endurgjalds. „En ef við lendum í neyðarútkalli erum við ekki tryggðir eða með leyfi fyrir því að taka fleiri en 12 farþega í báta sem geta tekið 24 farþega. Við verstu aðstæður þyrftum við að velja þá 12 sem við megum taka um borð,“ segir Stefán. „Við treystum okkur ekki til þess að axla þá ábyrgð; hvorki að velja þá tólf sem tæknilega „má“ bjarga né þá ábyrgð að vera með restina ótryggða.“ Stefán segir að vegna þessa hafi fyrirtækin ákveðið að hætta við þátttöku í neyðarútköllum. „Við vísum ábyrgðinni beint á ráðherrann sem er ekki að vinna vinnuna sína í þessu máli,“ segir Stefán og á þar við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Ekki náðist í Hönnu Birnu í gær.Hér má lesa bréf Samgöngustofu til innanríkisráðuneytisins.Hér má lesa bréf innanríkisráðuneytisins til hvalaskoðunarfyrirtækja.Framkvæmdastjórar hvalaskoðunarfyrirtækja: Lýsa ábyrgð á hendur innanríkisráðherra Fréttatilkynning / Yfirlýsing laugardaginn 27. Júlí 2013. Rekstraraðilar svokallaðra RIB báta, í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa ákveðið að segja sig frá útkallslistum Björgunarsveitanna í Vestmannaeyjum og á Húsavík, vegna óaðgengilegra takmarkana sem um bátana gilda. Sjá nánari útskýringar hér að neðan. Það þýðir með öðrum orðum að umræddir bátar – sem eru öflugustu og hraðskreiðustu sjóbjörgunartæki fyrir Norðulandi frá Húsavík og á Suðurlandi frá Vestmannaeyjum verða ekki til taks í neyðarútköll og björgunaraðgerðir ef til þess kemur frá og með morgundeginum 28. Júlí 2013. Umræddir rekstraraðilar hafa ekki fengið leyfi hjá Innanríkisráðuneytinu og Siglingastofnun til þess að nýta flutningsgetu bátanna til fulls það sem af er þessu ári þrátt fyrir margítrekaðar óskir þess efnis. Umræddir RIB bátar eru 4 talsins og geta borið allt að 24 farþega hver, og búnir öllum þeim besta öryggisbúnaði sem völ er á til farþegaflutninga, með tvær aðalvélar os.frv. og eru framleiddir í grunnin sem björgunarbátar og notaðir til slíkra verkefna á heimsvísu. Í dag hafa umræddir bátar ekki leyfi fyrir nema 12 farþegum og tryggingar í samræmi við slíkar takmarkanir. Siglingastofnun Íslands fékk skýr fyrirmæli þann 23. maí síðastliðinn frá ráðherra um að endurskoða reglur um RIB báta og skyldi það gert ÁN TAFAR. Slík endurskoðun hefði getað farið fram á einum degi í ljósi stöðunnar en ekkert gerist þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra í málinu og um leið, haldlaus loforð. Á meðan leyfi fæst ekki frá Innanríkisráðuneytinu og undirstofnun þess, Siglingastofnun, til þess að flytja allt að 24 farþega í öllum verkefnum - þá treysta rekstraraðilar sér ekki til þess að sinna neyðarútköllum til sjós nema þeir fái leyfi til þess að fullnýta bátana þegar til þess kemur á ögurstundu. Ekki er heimilt að tryggja fleiri en 12 farþega um borð í bátunum samkv. núverandi leyfi og gildir það einnig í neyðarútköllum og öðrum sérverkefnum, hvort sem er um að ræða, farþega, áhafnir eða björgunarsveitameðlimi sjálfa. Rekstraraðilar treysta sér ekki til þess að sinna slíkum útköllum án þess að hafa alla tryggða um borð í bátunum, þann fjölda sem þeir geta rúmað. Umræddir rekstraraðilar hafa gert það að skyldu sinni hingað til að fara í slíka björgunarleiðangra og í samræmi við góða sjómennsku og áratuga reynslu á hafinu. RIB báturinn Stóri Örn frá Vestmannaeyjum hefur í tvígang verið kallaður út á síðasta sólarhring í björgunarleiðangra og fór m.a. með 19 björgunarsveitarmenn með í fyrri leiðangurinn. Skip Björgunarfélags Vestmannaeyjar er uppi á landi bilað. Umræddir RIB bátar hafa sannað mikilvægi sitt á viðkomandi stöðum og verið björgunarsveitunum mikil stoð í þeirra starfi. Framundan eru mestu ferðamannahelgar ársins, bæði til sjós og lands. Þess ber sömuleiðis að geta, að fram til þessa hafa umræddir rekstraraðilar ávallt haft slíka björgunarleiðangra í forgangi og aflýst öðrum verkefnum á öllum tímum, samfara því fjárhagslega tjóni sem af hefur hlotist. Rekstraraðilarnir hafa aldrei þegið eina krónu frá björgunarsveitunum sjálfum fyrir umrædd útköll, hvorki fyrir olíu, mannalaunum eða öðrum kostnaði sem hlotist hefur af – heldur viljað styrkja sveitirnar með slíku framlagi til góðra verka. Innanríkistráðherra hefur sýnt rekstraraðilunum og björgunarsveitunum fádæma vanvirðingu með seinagangi í lausn málsins. Rekstraraðilar harma að þurfa að grípa til slíkra aðgerða en vísa allri ábyrgð í málinu á hendur Innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.VirðingarfyllstHilmar Kristjánsson framkv.stj. Rib Safari Vestmannaeyjum. Stefán Guðmundsson framkv.stj. Gentle Giants Whale Watching Húsavík.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira