Enski boltinn

Moyes enn að leita að sterkasta byrjunarliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, stjóri Manchester United, segist enn vera að kynnast leikmönnum sínum eftir að hann tók við stjórn liðsins í vor.

United mætir Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 17. ágúst næstkomandi en liðið hefur verið í æfingaferð í Ástralíu og Asíu. United hefur unnið einn af fyrstu fjórum æfingaleikjum sumarsins.

Nemanja Vidic, Javier Hernandez, Nani og Antonio Valencia eiga enn eftir að spila fyrir United í sumar af ýmsum ástæðum og mun Moyes nota þá þrjá leiki sem United á eftir fram að fyrsta leik í móti til að ákveða sig.

„Ég er enn að kynnast leikmönnunum mínum. Það eru nokkrir leikmenn sem ég hef ekki hitt enn þar sem þeir hafa verið frá með landsliðum sínum. Við eigum enn nokkra leiki eftir og við munum skoða þetta þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×