Ásgeir farinn að skjóta í Þýskalandi 28. október 2012 16:20 Ásgeir Sigurgeirsson, landsliðsmaður í skotfimi og Ólympíufari, hefur verið ráðinn til þýska skotfélagsins Groß und Kleinkaliberschießen Hannover. Ásgeir fékk tilboð frá þremur félögum sem keppa í Þýsku Bundesligunni, tveimur í fyrstu deild og einu í annari. Hann gerði samning við Groß und Kleinkaliberschießen Hannover í annari deild þar sem það félag er í baráttu um að komast í fyrstu deild og bauð honum stöðu sem skotmaður númer eitt. Þýska Bundesligan í skotfimi er ein sterkasta landskeppni í skotfimi sem haldin er. Í þýska Skotíþróttasambandinu eru yfir 1.200.000 iðkendur. Keppt er í tveim deildum. Hvorri deild er skipt í fimm héruð og í hverju héraði eru átta lið, hvert með átta skráða keppendur, en fimm keppa hverju sinni, þetta þýðir að í hvorri deild eru 40 lið. Keppnin er ekki kynjaskipt og keppa bestu skyttur hvers félags á jafnréttisgrundvelli. Hvert lið má eingöngu notast við einn erlendan keppanda í hverri keppni en má hafa fjóra á samning. Hverju liði er stillt upp eftir styrkleika frá eitt til fimm þar sem að sterkasti skotmaður er númer eitt. Keppnin er liðakeppni með "duel" fyrirkomulagi, þar sem að skotmenn númer eitt í hvoru liði keppa við hvorn annan og svo koll af kolli, þannig að hvert lið á mest möguleika á fimm sigrum í hverri keppni. Á keppnisdegi keppir hvert lið við tvö önnur í sínu héraði og eftir fjórar þannig keppnir er haldið til úrslita þar sem að Þýskalandsmeistarar í hvorri deild ákvarðast og hvaða lið falla í deild eða fara upp. Hver keppni er 40 skot, skotin á 50 mínútum. Fyrstu keppnum Ásgeirs er lokið, þar sem að hann sigraði andstæðinga sína með yfirburðum, og er lið hans í efsta sæti í Norður-héraði með sigurhlutfall 9-1. Bundesligan stendur yfir frá október til febrúar og í beinu framhaldi hefur Ásgeir keppni í alþjóðamótaröð ISSF fram í ágúst, og einnig mun hann taka þátt á Evrópumeistaramóti í lok febrúar. Alþjóðleg staða Ásgeirs í Ólympískri skotfimi hefur aldrei verið betri. Hann er nú í 22. sæti á heimslistanum í loftskammbyssu karla og í 16. sæti á Evrópulistanum. Innlendar Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sjá meira
Ásgeir Sigurgeirsson, landsliðsmaður í skotfimi og Ólympíufari, hefur verið ráðinn til þýska skotfélagsins Groß und Kleinkaliberschießen Hannover. Ásgeir fékk tilboð frá þremur félögum sem keppa í Þýsku Bundesligunni, tveimur í fyrstu deild og einu í annari. Hann gerði samning við Groß und Kleinkaliberschießen Hannover í annari deild þar sem það félag er í baráttu um að komast í fyrstu deild og bauð honum stöðu sem skotmaður númer eitt. Þýska Bundesligan í skotfimi er ein sterkasta landskeppni í skotfimi sem haldin er. Í þýska Skotíþróttasambandinu eru yfir 1.200.000 iðkendur. Keppt er í tveim deildum. Hvorri deild er skipt í fimm héruð og í hverju héraði eru átta lið, hvert með átta skráða keppendur, en fimm keppa hverju sinni, þetta þýðir að í hvorri deild eru 40 lið. Keppnin er ekki kynjaskipt og keppa bestu skyttur hvers félags á jafnréttisgrundvelli. Hvert lið má eingöngu notast við einn erlendan keppanda í hverri keppni en má hafa fjóra á samning. Hverju liði er stillt upp eftir styrkleika frá eitt til fimm þar sem að sterkasti skotmaður er númer eitt. Keppnin er liðakeppni með "duel" fyrirkomulagi, þar sem að skotmenn númer eitt í hvoru liði keppa við hvorn annan og svo koll af kolli, þannig að hvert lið á mest möguleika á fimm sigrum í hverri keppni. Á keppnisdegi keppir hvert lið við tvö önnur í sínu héraði og eftir fjórar þannig keppnir er haldið til úrslita þar sem að Þýskalandsmeistarar í hvorri deild ákvarðast og hvaða lið falla í deild eða fara upp. Hver keppni er 40 skot, skotin á 50 mínútum. Fyrstu keppnum Ásgeirs er lokið, þar sem að hann sigraði andstæðinga sína með yfirburðum, og er lið hans í efsta sæti í Norður-héraði með sigurhlutfall 9-1. Bundesligan stendur yfir frá október til febrúar og í beinu framhaldi hefur Ásgeir keppni í alþjóðamótaröð ISSF fram í ágúst, og einnig mun hann taka þátt á Evrópumeistaramóti í lok febrúar. Alþjóðleg staða Ásgeirs í Ólympískri skotfimi hefur aldrei verið betri. Hann er nú í 22. sæti á heimslistanum í loftskammbyssu karla og í 16. sæti á Evrópulistanum.
Innlendar Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sjá meira