Stíga fram eftir að hafa logið í opið geð vina sinna 27. júní 2012 09:00 Björn Teitsson og Steinþór Helgi Arnsteinsson. Mynd/Anton „Þetta byrjaði strax rosalega vel en það var vísvitandi ákvörðun hjá okkur að halda okkur, höfundunum, leyndum," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson en hann og vinur hans Björn Teitsson eru mennirnir á bak við síðuna Gulir miðar (úr gleðibankanum) sem hefur notið talsverðra vinsælda undanfarið. Grínsíðan var stofnuð í lok apríl og hefur fengið stóran lesendahóp á stuttum tíma en um nokkur þúsund manns skoða síðuna daglega. Gulir miðar sérhæfir sig í bröndurum með hjálp hreyfimynda, eða svokölluðum gif-myndum, en það er síðan Whatshouldwecallme sem er fyrirmyndin. „Þetta byrjaði sem einkahúmor á milli okkar Björns og við vorum að kasta bröndurum okkar á milli. Svo ákváðum við að gera íslenska útgáfu sem hitti greinilega í mark," segir Steinþór en titill síðunnar er vísun í hið fræga Eurovision-lag Gleðibankann. „Við viljum að fólk hætti að hafa áhyggjur af gulu miðunum í ávísanaheftinu, sem á þeim tíma sýndi hversu mikið maður skuldaði, og hafi gaman að lífinu. Hætti að fá „djammviskubit" og muni að djamm er snilld. þetta er náttúrulega bara iðnaður." Hreyfimyndirnar nálgast félagarnir á netinu og setja í samhengi við allskyns húmor. Steinþór segir ferlið sérstaklega einfalt sé maður bæði hugmyndaríkur og fyndinn. Höfundarnir hafa einnig reynt að hafa færslur sínar í takt við tíðarandann. „Á prófatímabilinu í vor vorum við með margar færslur tengdar því og svo núna erum við búnir að vera svolítið að atast í forsetakosningunum." Steinþór er hræddur um að ansi margir af hans nánustu vinum eigi eftir að verða fúlir út í þá núna. „Við erum búnir að ljúga upp í opið geðið á mörgum sem hafa ítrekað spurt hvort við værum höfundar síðunnar. Það var hins vegar mjög meðvituð ákvörðun að halda okkur leyndum til að byrja með og geta þá haft frítt spil til að ögra með gríninu. Við vorum vísvitandi að villa á okkur heimildir, setja okkur inn í hugarheim kvenna sem var fróðlegt enda erum við báðir stoltir femínistar." En af hverju vilja þeir uppljóstra leyndarmálinu núna? „Við erum bara sáttir með viðtökurnar og játum okkur eiginlega sigraða. Það hafa nokkrar íslenskar síður sprottið upp í kjölfarið og ber þar hæst síðan The Berglind Festival, sem er mjög góð. Framtíð síðunnar er óskrifað blað en ýmsar hugmyndir hafa komið upp. Kannski hættum við bara eða búum til uppistand byggt á hreyfimyndum. Að okkar mati væri hins vegar menningartengdur sjónvarpsþáttur mjög gott framhald á vinsældum síðunnar." Slóðin á síðu þeirra félaga er gulirmidarurgledibankanum.tumblr.com. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Þetta byrjaði strax rosalega vel en það var vísvitandi ákvörðun hjá okkur að halda okkur, höfundunum, leyndum," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson en hann og vinur hans Björn Teitsson eru mennirnir á bak við síðuna Gulir miðar (úr gleðibankanum) sem hefur notið talsverðra vinsælda undanfarið. Grínsíðan var stofnuð í lok apríl og hefur fengið stóran lesendahóp á stuttum tíma en um nokkur þúsund manns skoða síðuna daglega. Gulir miðar sérhæfir sig í bröndurum með hjálp hreyfimynda, eða svokölluðum gif-myndum, en það er síðan Whatshouldwecallme sem er fyrirmyndin. „Þetta byrjaði sem einkahúmor á milli okkar Björns og við vorum að kasta bröndurum okkar á milli. Svo ákváðum við að gera íslenska útgáfu sem hitti greinilega í mark," segir Steinþór en titill síðunnar er vísun í hið fræga Eurovision-lag Gleðibankann. „Við viljum að fólk hætti að hafa áhyggjur af gulu miðunum í ávísanaheftinu, sem á þeim tíma sýndi hversu mikið maður skuldaði, og hafi gaman að lífinu. Hætti að fá „djammviskubit" og muni að djamm er snilld. þetta er náttúrulega bara iðnaður." Hreyfimyndirnar nálgast félagarnir á netinu og setja í samhengi við allskyns húmor. Steinþór segir ferlið sérstaklega einfalt sé maður bæði hugmyndaríkur og fyndinn. Höfundarnir hafa einnig reynt að hafa færslur sínar í takt við tíðarandann. „Á prófatímabilinu í vor vorum við með margar færslur tengdar því og svo núna erum við búnir að vera svolítið að atast í forsetakosningunum." Steinþór er hræddur um að ansi margir af hans nánustu vinum eigi eftir að verða fúlir út í þá núna. „Við erum búnir að ljúga upp í opið geðið á mörgum sem hafa ítrekað spurt hvort við værum höfundar síðunnar. Það var hins vegar mjög meðvituð ákvörðun að halda okkur leyndum til að byrja með og geta þá haft frítt spil til að ögra með gríninu. Við vorum vísvitandi að villa á okkur heimildir, setja okkur inn í hugarheim kvenna sem var fróðlegt enda erum við báðir stoltir femínistar." En af hverju vilja þeir uppljóstra leyndarmálinu núna? „Við erum bara sáttir með viðtökurnar og játum okkur eiginlega sigraða. Það hafa nokkrar íslenskar síður sprottið upp í kjölfarið og ber þar hæst síðan The Berglind Festival, sem er mjög góð. Framtíð síðunnar er óskrifað blað en ýmsar hugmyndir hafa komið upp. Kannski hættum við bara eða búum til uppistand byggt á hreyfimyndum. Að okkar mati væri hins vegar menningartengdur sjónvarpsþáttur mjög gott framhald á vinsældum síðunnar." Slóðin á síðu þeirra félaga er gulirmidarurgledibankanum.tumblr.com. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning