Leikaraparið Evan Rachel Wood og Jamie Bell röltu um LAX-flugvöll í Los Angeles á mánudaginn og tóku margir eftir því að þau virtust vera með giftingarhringa.
Evan og Jamie fengu sér hjúskaparvottorð í Los Angeles fyrir nokkrum vikum en ekki er ljóst hvort þau eru í raun gift. Ef þau eru það hafa þau farið ansi leynt með það sem er ekki auðvelt í hinum stóra stjörnuheimi.
Eru þau gift?
