Telur refinn valda rjúpnaleysinu BBI skrifar 31. október 2012 20:46 Mynd/Vilhelm Það sést lítið af rjúpu þetta árið og formaður skotveiðifélags Íslands telur allt benda til þess að þessi skortur á rjúpu sé refnum að kenna. Hann tekur djúpt í árinni og segir gríðarlegt ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að leyfa refastofninum að stækka gegndarlaust. Það sést sífellt minna af rjúpu með hverju ári. „Við vitum að þessi stofn þoldi gríðarlegar veiðar hér áður fyrr, svo við teljum að það séu ekki veiðarnar sem hafa þessi áhrif. Það sem við vitum er að ref hefur fjölgað gríðarlega, jafnvel tífalt eða tólffalt frá því 1980. Það hlýtur bara að hafa áhrif," segir Elvar Árni Lund formaður skotveiðifélags Íslands. Hann bendir á að refurinn hafi lítið annað að éta inn til landsins en rjúpuna og því taki hann mikið af henni. Hann segir minkinn einnig taka sinn toll þó það sé ekki jafnmikið og refurinn. Elvar telur stjórnvöld hafa stigið feilspor í þeirri stefnu sinni að vernda refastofninn sem hefur stækkað margfalt á síðustu misserum. Hann telur að stofninn muni bara stækka áfram sökum þess að stefnu skorti hjá stjórnvöldum í málinu. Hann segir óvenjulítið af rjúpu í ár og sums staðar sé bara eins og sviðin jörð, einkum í grennd við refafriðlandið á Vestfjörðum. Síðasti sunnudagur gaf ekki nógu vel hjá rjúpnaskyttum þó aðstæður hefðu verið prýðilegar. „Menn voru að ganga í mjög góðum aðstæðum á sunnudaginn. Sjálfur gekk ég þar í toppaðstæðum og sá ekkert nema refaspor," segir Elvar. Elvar ræddi málin í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag, en umræðurnar má nálgast á hlekknum hér að ofan. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Það sést lítið af rjúpu þetta árið og formaður skotveiðifélags Íslands telur allt benda til þess að þessi skortur á rjúpu sé refnum að kenna. Hann tekur djúpt í árinni og segir gríðarlegt ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að leyfa refastofninum að stækka gegndarlaust. Það sést sífellt minna af rjúpu með hverju ári. „Við vitum að þessi stofn þoldi gríðarlegar veiðar hér áður fyrr, svo við teljum að það séu ekki veiðarnar sem hafa þessi áhrif. Það sem við vitum er að ref hefur fjölgað gríðarlega, jafnvel tífalt eða tólffalt frá því 1980. Það hlýtur bara að hafa áhrif," segir Elvar Árni Lund formaður skotveiðifélags Íslands. Hann bendir á að refurinn hafi lítið annað að éta inn til landsins en rjúpuna og því taki hann mikið af henni. Hann segir minkinn einnig taka sinn toll þó það sé ekki jafnmikið og refurinn. Elvar telur stjórnvöld hafa stigið feilspor í þeirri stefnu sinni að vernda refastofninn sem hefur stækkað margfalt á síðustu misserum. Hann telur að stofninn muni bara stækka áfram sökum þess að stefnu skorti hjá stjórnvöldum í málinu. Hann segir óvenjulítið af rjúpu í ár og sums staðar sé bara eins og sviðin jörð, einkum í grennd við refafriðlandið á Vestfjörðum. Síðasti sunnudagur gaf ekki nógu vel hjá rjúpnaskyttum þó aðstæður hefðu verið prýðilegar. „Menn voru að ganga í mjög góðum aðstæðum á sunnudaginn. Sjálfur gekk ég þar í toppaðstæðum og sá ekkert nema refaspor," segir Elvar. Elvar ræddi málin í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag, en umræðurnar má nálgast á hlekknum hér að ofan.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira