Spjaldtölvur – gamalt vín á nýjum og minni belgjum? Starkaður Barkarson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Mikið er nú rætt um byltingu í skólastarfi, byltingu sem aðeins verður möguleg með því að vopna öll skólabörn landsins spjaldtölvum. Ég hef haft viðurværi mitt seinasta áratuginn af því að hanna gagnvirkt námsefni fyrir íslenska skóla og veit sem er að spjaldtölva er einfaldlega tölva í smærri umbúðum og að app er stytting á enska orðinu applet, sem þýðir forrit – en forrit hafa jú fylgt tölvum frá upphafi. Ég veit líka að tölvur áttu að breyta skólastarfi fyrir um áratug síðan. Þannig að hér er ekkert nýtt á ferðinni, aðeins gamalt vín á nýjum og vel markaðssettum (og aðeins minni) belgjum. Ég hef fulla trú á því að (borð-, far- og spjald-) tölvur geti verið til margra hluta nytsamlegar í kennslu og námi. Þegar yfirvöld menntamála hófu að vegsama tölvur fyrir rúmum áratugi síðan hóf ég að spinna vef sem ég nefndi Stoðkennarinn. Ég lagði frá upphafi mikla áherslu á gagnvirkni og utanumhald einkunna. Ég sá fyrir mér að nemendur gætu, hver á sínum hraða, unnið stærðfræðidæmi, stafsetningaræfingar, orðaforðaverkefni og ýmislegt annað í umhverfi vefjarins og að kerfið sæi um að leiðrétta villur, leiðbeina nemendum og að halda utan um gengi hvers og eins. Þetta hlyti að slá í gegn. Allir skólar landsins hlytu að nýta sér krafta Stoðkennarans. Menntamálaráðherra myndi hringja í mig innan skamms og hvetja mig til dáða. Forseti Íslands hlyti að veita mér íslensku menntaverðlaunin. En ekkert af þessu gerðist. Hins vegar þurfti ég í mörg ár að sætta mig við laun sem voru undir íslenskum lágmarkslaunum. Ég þurfti að keppa við ríkisrekna Námsgagnastofnun um fjársvelta viðskiptavini. Ég þurfti að grátbiðja skólastjórnendur um leyfi til að kynna vefinn. Skólar virtust nefnilega, þegar fyrir hrun, flestir vera afar fjárvana. Aðrir kvörtuðu undan lélegum tölvukosti (og gera enn). Ég hafði reyndar séð það fyrir og því lagt áherslu á að vefurinn gæti gagnast sem heimanámstæki – en þá var viðkvæðið stundum það að heimanám væri að detta úr tísku. Foreldrum fyndist það kvöð. Auðvitað hefur ekki allt unnið á móti Stoðkennaranum. Hann náði að endingu athygli styrkveitenda. Og sumir kennarar tóku strax við sér og hafa nýtt sér vefinn frá upphafi. Stoðkennarinn hefur skráð hátt í milljón einkunnir til bókar seinustu árin og er í stöðugri þróun. En vefurinn gæti verið miklu betri og stærri ef honum væri búið sómasamlegt rekstrarumhverfi. Í ljósi alls þessa set ég stórt spurningarmerki við allar þær raddir sem boða byltingu í skólastarfi með spjaldtölvur að vopni. Norðlingaskóli hefur nýtt tölvur til kennslu seinustu ár og innan raða kennarahópsins eru aðilar sem þora að horfa til framtíðar opnum huga. Þeir eru nú að prófa spjaldtölvur með nemendum sínum og er það gott. Í kjölfarið þarf að fara yfir þá reynslu með gagnrýnum huga. Ekki skal afgreiða þá kennara sem efast sem afturhaldsöm gamalmenni. Markmið náms hefur ekki breyst þótt tölvufyrirtæki úti í heimi hafi ákveðið að pakka tækninni inn í minni umbúðir og gefa iNafn. Eðli nemenda og kennara hefur ekki heldur breyst. Náttúran er söm við sig, tilvistarspurningarnar svipaðar og vandamál unglinga svo til óbreytt stærð. Og varla hefur fjárhagsstaða ríkis og skóla tekið stakkaskiptum. Það þarf ekki aðeins að kaupa spjaldtölvur fyrir alla. Það þarf að halda þeim við, kaupa nýjar og kaupa forrit. Forritarar eru eftirsóttur starfskraftur og mér er spurn hver þeirra ætlar að sætta sig við helminginn af þeim tekjum sem fyrirtækin bjóða og hanna vönduð forrit fyrir íslenska skóla. Eða ætlar menntamálaráðuneytið af alvöru að setja orku og fjármagn í þróun námsgagna fyrir tölvur? Um allt þetta þarf að hugsa vel og vandlega. Og við megum líka vera græn og velta fyrir okkur áhrifum spjaldtölvuvæðingar skóla á náttúruna. Eða á upplifun, þroska og samskiptafærni nemenda. En einkum þurfum við að velta fyrir okkur hvert er stefnt með námi, hver markmiðin eru og hvort spjaldtölvuvæðing nemenda sé rétta leiðin að því markmiði. Það getur vel verið að svarið sé játandi. En við höfum ekki enn unnið okkur í gegnum allar spurningarnar til að staðhæfa að svo sé. Og ef svarið er játandi þá þarf heldur betur að gera gagngera breytingu á íslensku skólaumhverfi, áherslum ráðamanna, fjárframlögum til skóla, endurmenntun kennara og síðast en ekki síst að sjá til þess að vandað námsefni sé á boðstólum – því spjaldtölva án innihalds er lítils virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er nú rætt um byltingu í skólastarfi, byltingu sem aðeins verður möguleg með því að vopna öll skólabörn landsins spjaldtölvum. Ég hef haft viðurværi mitt seinasta áratuginn af því að hanna gagnvirkt námsefni fyrir íslenska skóla og veit sem er að spjaldtölva er einfaldlega tölva í smærri umbúðum og að app er stytting á enska orðinu applet, sem þýðir forrit – en forrit hafa jú fylgt tölvum frá upphafi. Ég veit líka að tölvur áttu að breyta skólastarfi fyrir um áratug síðan. Þannig að hér er ekkert nýtt á ferðinni, aðeins gamalt vín á nýjum og vel markaðssettum (og aðeins minni) belgjum. Ég hef fulla trú á því að (borð-, far- og spjald-) tölvur geti verið til margra hluta nytsamlegar í kennslu og námi. Þegar yfirvöld menntamála hófu að vegsama tölvur fyrir rúmum áratugi síðan hóf ég að spinna vef sem ég nefndi Stoðkennarinn. Ég lagði frá upphafi mikla áherslu á gagnvirkni og utanumhald einkunna. Ég sá fyrir mér að nemendur gætu, hver á sínum hraða, unnið stærðfræðidæmi, stafsetningaræfingar, orðaforðaverkefni og ýmislegt annað í umhverfi vefjarins og að kerfið sæi um að leiðrétta villur, leiðbeina nemendum og að halda utan um gengi hvers og eins. Þetta hlyti að slá í gegn. Allir skólar landsins hlytu að nýta sér krafta Stoðkennarans. Menntamálaráðherra myndi hringja í mig innan skamms og hvetja mig til dáða. Forseti Íslands hlyti að veita mér íslensku menntaverðlaunin. En ekkert af þessu gerðist. Hins vegar þurfti ég í mörg ár að sætta mig við laun sem voru undir íslenskum lágmarkslaunum. Ég þurfti að keppa við ríkisrekna Námsgagnastofnun um fjársvelta viðskiptavini. Ég þurfti að grátbiðja skólastjórnendur um leyfi til að kynna vefinn. Skólar virtust nefnilega, þegar fyrir hrun, flestir vera afar fjárvana. Aðrir kvörtuðu undan lélegum tölvukosti (og gera enn). Ég hafði reyndar séð það fyrir og því lagt áherslu á að vefurinn gæti gagnast sem heimanámstæki – en þá var viðkvæðið stundum það að heimanám væri að detta úr tísku. Foreldrum fyndist það kvöð. Auðvitað hefur ekki allt unnið á móti Stoðkennaranum. Hann náði að endingu athygli styrkveitenda. Og sumir kennarar tóku strax við sér og hafa nýtt sér vefinn frá upphafi. Stoðkennarinn hefur skráð hátt í milljón einkunnir til bókar seinustu árin og er í stöðugri þróun. En vefurinn gæti verið miklu betri og stærri ef honum væri búið sómasamlegt rekstrarumhverfi. Í ljósi alls þessa set ég stórt spurningarmerki við allar þær raddir sem boða byltingu í skólastarfi með spjaldtölvur að vopni. Norðlingaskóli hefur nýtt tölvur til kennslu seinustu ár og innan raða kennarahópsins eru aðilar sem þora að horfa til framtíðar opnum huga. Þeir eru nú að prófa spjaldtölvur með nemendum sínum og er það gott. Í kjölfarið þarf að fara yfir þá reynslu með gagnrýnum huga. Ekki skal afgreiða þá kennara sem efast sem afturhaldsöm gamalmenni. Markmið náms hefur ekki breyst þótt tölvufyrirtæki úti í heimi hafi ákveðið að pakka tækninni inn í minni umbúðir og gefa iNafn. Eðli nemenda og kennara hefur ekki heldur breyst. Náttúran er söm við sig, tilvistarspurningarnar svipaðar og vandamál unglinga svo til óbreytt stærð. Og varla hefur fjárhagsstaða ríkis og skóla tekið stakkaskiptum. Það þarf ekki aðeins að kaupa spjaldtölvur fyrir alla. Það þarf að halda þeim við, kaupa nýjar og kaupa forrit. Forritarar eru eftirsóttur starfskraftur og mér er spurn hver þeirra ætlar að sætta sig við helminginn af þeim tekjum sem fyrirtækin bjóða og hanna vönduð forrit fyrir íslenska skóla. Eða ætlar menntamálaráðuneytið af alvöru að setja orku og fjármagn í þróun námsgagna fyrir tölvur? Um allt þetta þarf að hugsa vel og vandlega. Og við megum líka vera græn og velta fyrir okkur áhrifum spjaldtölvuvæðingar skóla á náttúruna. Eða á upplifun, þroska og samskiptafærni nemenda. En einkum þurfum við að velta fyrir okkur hvert er stefnt með námi, hver markmiðin eru og hvort spjaldtölvuvæðing nemenda sé rétta leiðin að því markmiði. Það getur vel verið að svarið sé játandi. En við höfum ekki enn unnið okkur í gegnum allar spurningarnar til að staðhæfa að svo sé. Og ef svarið er játandi þá þarf heldur betur að gera gagngera breytingu á íslensku skólaumhverfi, áherslum ráðamanna, fjárframlögum til skóla, endurmenntun kennara og síðast en ekki síst að sjá til þess að vandað námsefni sé á boðstólum – því spjaldtölva án innihalds er lítils virði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar