Erlent

Guangcheng sagður vera í Peking

Flótti kínverska andófsmannsins úr stofufangelsi þykir flækja samskipti Bandaríkjanna og Kína.
Flótti kínverska andófsmannsins úr stofufangelsi þykir flækja samskipti Bandaríkjanna og Kína. mynd/AFP
Blindi andófsmaðurinn Chen Guangcheng, sem slapp úr stofufangelsi í síðustu viku, er sagður vera í bandaríska sendiráðinu í Peking.

Chen er lögfræðingur að mennt og hefur lengi barist fyrir mannréttindum fatlaðra í Kína og gegn þeirri stefnu yfirvalda að enginn megi eiga fleiri en eitt barn.

Hann hafði setið í stofufangelsi í fjögur ár áður en hann braust út með hjálp þorpsbúa í bænum Dong-shigu.

Evrópusambandið hvetur yfirvöld í Kína til að sýna stillingu vegna atviksins en nú þegar hafa borist fregnir af því að fjölskyldumeðlimir og vinir Chengs hafi verið hafi verið handsamaðir og yfirheyrðir.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með ráðamönnum í Kína á miðvikudag og verða örlög Chengs rædd þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×