Fótbolti

Gylfi: Ég fer ekki aftur úr treyjunni

"Við erum allir komnir niður á jörðina eftir sigurinn gegn Albaníu og það er nýr leikur núna," sagði landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson í spjalli við Arnar Björnsson en Ísland tekur á móti Sviss á Laugardalsvelli annað kvöld.

Gylfi var hetja íslenska liðsins í leiknum úti í Albaníu er hann skoraði glæsilegt sigurmark úr aukaspyrnu.

Gylfi fagnaði markinu hreint ógurlega og fór meðal annars úr treyjunni og uppskar gult spjald fyrir vikið.

"Ég held ég fari ekki úr treyjunni núna ef ég skora. Ég hafði aldrei gert það áður og veit ekki hvað ég var að gera. Þetta bara gerðist einhvern veginn."

Sjá má viðtal Arnars við Gylfa í heild sinni hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×