Lífið

Það eru fleiri geðveikir en alkar

Njálu Óttar Guðmundsson flytur áhugaverðan fyrirlestur um geðveiki í Íslendingasögunum, þá helst í Brennu-Njálssögu, á Edrúhátíðinni um verslunarmannahelgina.
Njálu Óttar Guðmundsson flytur áhugaverðan fyrirlestur um geðveiki í Íslendingasögunum, þá helst í Brennu-Njálssögu, á Edrúhátíðinni um verslunarmannahelgina. Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta er nú bara grín því það er alltaf talað um að alkar séu geðveikir og ég held því fram að það megi finna öll þessi vandamál í Íslendingasögunum,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir, um titil fyrirlesturs síns, Það eru fleiri geðveikir en alkar, sem hann flytur á Edrúhátíð SÁÁ að Laugalandi í Holtum um verslunarmannahelgina.

Með fyrirlestrinum útskýrir hann geðgreiningar sínar á söguhetjum Íslendingasagnanna, með áherslu á Brennu-Njálssögu því hátíðin fer fram á Njáluslóðum.

Greinir hann geðsjúkdóma og fer yfir samband Hallgerðar Langbrókar við Gunnar frá Hlíðarenda og Bergþóru Skarphéðinsdóttur. „Þær eru báðar persónuleikaraskaðar konur og afleiðingar verða miklar deilur milli þeirra. Svo tala ég um vonlaust samband Hallgerðar og Gunnars sem einkennist af því að hún er persónuleikaröskuð og hann mjög óöruggur, sjálfhverfur og kvíðinn,“ segir Óttar.

Hann telur stoðir hjónabandsins þó fyrst og fremst veikar vegna mikillar hrifningar Gunnars af Njáli. „Margt bendir til þess að þeir hafi átt í samkynhneigðu ástarsambandi.“

Edrúhátíðin er ætluð allri fjölskyldunni og verður dagskráin æði fjölbreytt. Þar á meðal er barnadagskrá, 12 spora fundir, hugleiðslur, dansleikur og uppskeruhátíð tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk & ról með tónlistarmönnum á borð við Mannakorn, Kiriyama Family, Prins Póló og Legend. Óttar ræðir geðgreiningar sínar klukkan tvö á laugardeginum.

- hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.