Ein kvöldstund með Ronan í boði 27. júlí 2012 09:00 Ronan Keating og Páll Óskar eru meðal þeirra sem fram koma á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð í Eyjum. „Það hefur alltaf verið ódýrara að koma á sunnudeginum en núna fengum við Herjólf í samstarf með okkur og settum í fyrsta skipti upp næturferðir aftur í land aðfaranótt mánudagsins," segir Tryggvi Már Sæmundsson meðlimur í skipulagningarnefnd Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Sunnudagskvöldið hefur hingað til verið það fjölmennasta á hátíðinni og búast Tryggvi og hans menn ekki við neinni breytingu þar á núna. „Þetta verður í fyrsta skipti sem við erum með erlenda stórstjörnu á sviði en það er búið að vera í umræðunni í marga áratugi," segir hann og á þar við Boyzone-söngvarann Ronan Keating sem stígur einmitt á svið á sunnudagskvöldinu. Ingó Veðurguð, Páll Óskar og Botnleðja koma einnig fram það kvöldið, auk þess sem brekkusöngurinn verður á sínum stað, svo búast má við þrususkemmtun. „Fólk hefur oft ákveðið í skyndi að skella sér yfir á sunnudeginum en lendir svo jafnvel í því að komast ekki til baka fyrr en á þriðjudeginum. Þessar nýju næturferðir leysa það vandamál vonandi," segir Tryggvi en tvær ferðir verða í boði, klukkan tvö og fjögur. Aðspurður hvort innflutningur á stórstjörnunni borgi sig fyrir hátíðina segir Tryggvi ómögulegt að svara því fyrr en eftir að henni ljúki. Salan yfir til Eyja hefur þó verið mikil í ár sem endranær, en enn eru til miðar. „Þetta er að fyllast smám saman. Ronan er án efa að laða að, enda stórstjarna sem hefur selt á þriðja tug milljón platna. Við reiknuðum þetta lauslega saman og fundum út að það væru um 70 plötur á hvern Íslending," segir Tryggvi hlæjandi.- trs Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Það hefur alltaf verið ódýrara að koma á sunnudeginum en núna fengum við Herjólf í samstarf með okkur og settum í fyrsta skipti upp næturferðir aftur í land aðfaranótt mánudagsins," segir Tryggvi Már Sæmundsson meðlimur í skipulagningarnefnd Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Sunnudagskvöldið hefur hingað til verið það fjölmennasta á hátíðinni og búast Tryggvi og hans menn ekki við neinni breytingu þar á núna. „Þetta verður í fyrsta skipti sem við erum með erlenda stórstjörnu á sviði en það er búið að vera í umræðunni í marga áratugi," segir hann og á þar við Boyzone-söngvarann Ronan Keating sem stígur einmitt á svið á sunnudagskvöldinu. Ingó Veðurguð, Páll Óskar og Botnleðja koma einnig fram það kvöldið, auk þess sem brekkusöngurinn verður á sínum stað, svo búast má við þrususkemmtun. „Fólk hefur oft ákveðið í skyndi að skella sér yfir á sunnudeginum en lendir svo jafnvel í því að komast ekki til baka fyrr en á þriðjudeginum. Þessar nýju næturferðir leysa það vandamál vonandi," segir Tryggvi en tvær ferðir verða í boði, klukkan tvö og fjögur. Aðspurður hvort innflutningur á stórstjörnunni borgi sig fyrir hátíðina segir Tryggvi ómögulegt að svara því fyrr en eftir að henni ljúki. Salan yfir til Eyja hefur þó verið mikil í ár sem endranær, en enn eru til miðar. „Þetta er að fyllast smám saman. Ronan er án efa að laða að, enda stórstjarna sem hefur selt á þriðja tug milljón platna. Við reiknuðum þetta lauslega saman og fundum út að það væru um 70 plötur á hvern Íslending," segir Tryggvi hlæjandi.- trs
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning