Erlent

Japanskar konur ekki lengur þær langlífustu

Japanskar konur eru ekki lengur þær langlífustu í heiminum. Konur í Hong Kong lifa nú lengur en þær japönsku en þetta er í fyrsta sinn í 25 ár að japanskar konur missa stöðu sína sem þær langlífustu í heiminum.

Á síðasta ári lækkuðu meðallífslíkur japanskra kvenna niður í tæp 86 ár en á sama tíma jukust líflíkur kvenna í Hong Kong upp í 86,7 ár.

Í frétt á BBC segir að hluti af ástæðunni fyrir minnkandi líflíkum japanskra kvenna í fyrra sé kjarnorkuslysið í Fukushima og flóðbylgjan sem skall á landinu samhliða því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×