Erlent

Íþróttamenn á Ólympíuleikum með falsaðan íþróttabúnað

Þeir íþróttamenn frá Egyptalandi sem taka þátt í Ólympíuleikunum í London fengu falsaðan íþróttabúnað með merkjum Nike fyrir leikana.

Það var einn af sundmönnunum í egypska hópnum sem tók fyrst eftir þessu. Hann sá að þótt íþróttataka hans væri kyrfilega merkt Nike voru rennilásarnir á henni merktir Adidas.

Ritari ólympíunefndar Egyptalands segir að hann hafi orðið fyrir áfalli þegar í ljós kom að búnaður íþróttamannanna kom ekki beint frá Nike.

Formaður ólympíunefndar Egyptalands hefur hinsvegar viðurkennt að íþróttabúnaðurinn var keyptur af kínversku fyrirtæki en ekki Nike. Hann réttlætir þau kaup með því að vísa í bágborna stöðu ríkissjóðs Egyptalands en búnaðurinn sem keyptur var í Kína var mun ódýrari en ef hann hefði verið keyptur beint frá Nike.

Talsmenn Nike hafa miklar áhyggjur af því að íþróttamennirnir hafi fengið búnað sem ekki stenst gæðakröfur og vinna nú að því að finna lausn á málinu í samvinnu við ólympíunefnd Egyptalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×