Erlent

Mood segir fall Assads tímaspursmál

Robert Mood
Robert Mood mynd/AFP
Norski hershöfðinginn Robert Mood, sem stjórnaði verkefnum eftirlitsmanna í Sýrlandi, sagði í dag að fall ríkisstjórnar Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, væri aðeins tímaspursmál.

Mood yfirgaf Sýrland í síðustu viku ásamt öðrum eftirlitsmönnum Sameinuðu Þjóðanna.

Í samtali við fréttaveituna Reuters sagði Mood að notkun þungavopna af hálfu yfirvalda í landinu bæri vitni um örvæntingu.

Hann ítrekaði þó að ef Assad yrði felldur þá myndu átökum í landinu ekki endilega linna.

Þá biðlaði Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, til stríðandi fylkinga í Sýrlandi um að koma í veg fyrir áframhaldandi blóðsúthellingar.

Gríðarleg spenna er nú í Sýrlandi, þá sérstaklega við Aleppo, stærstu borg landsins. Þúsundir stjórnarhermanna hafa umkringt borgina og búa sig undir að hrekja aftur sveitir uppreisnarmanna sem hertekið hafa nokkur svæði í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×