Erlent

Ólympíueldurinn lýkur ferðalagi sínu

Frá Lundúnum í dag.
Frá Lundúnum í dag. mynd/AP
Ólympíueldurinn lauk í dag 12 þúsund kílómetra löngu ferðalagi sínu um Bretland. Þúsundir fylgdust með þegar kyndillinn var fluttur upp Thames ánna í Lundúnum.

Þann tíunda maí síðastliðinn lagði Ólympíueldurinn af stað frá Grikklandi. Síðan þá hefur hann ferðast vítt og breitt um heiminn.

Fyrir 70 dögum náði kyndillinn loks til Bretlands og hafa milljónir Breta fylgst með ferðalagi hans um landið.

Leikarnir verða settir klukkan átta í kvöld við hátíðlega athöfn. Þá mun leynigestur bera logann um Stratford leikvanginn og kveikja í Ólympíueldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×