Erlent

Tveir látnir eftir fárviðri í New York

Frá New York fyrr í dag.
Frá New York fyrr í dag. mynd/AP
Að minnsta kosti tveir létu lífið í miklu fárviðri í New York, Ohio og Pennsylvaníu í dag. Þá er talið að um 100 þúsund manns hafi verið án rafmagns í kjölfar veðurofsans.

Þá var íbúum Elmira í New York skipað að halda sig innandyra í dag. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu eftir að skýstrókur gekk í gegnum bæinn.

Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, lýsti seinna meir yfir neyðarástandi í Chemung-sýslu. Þá voru björgunarmenn kallaðir út og hafa þeir verið að störfum á svæðinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×