Erlent

Elísabet drottning kom í fallhlíf

Hér sést leikari í gervi drottningarinnar kasta sér úr þyrlu sem sveif yfir Ólympíuleikvanginum.
Hér sést leikari í gervi drottningarinnar kasta sér úr þyrlu sem sveif yfir Ólympíuleikvanginum.
Elísabet II Bretlandsdrottning stökk úr þyrlu og lenti á Ólympíuleikvanginum í London í kvöld. Það var sjálfur James Bond sem sótti drottninguna á þrylu í Buckinghamhöll.

Eða svoleiðis leit það að minnsta kosti út fyrir áhorfendum. Daniel Craig, sem leikur hefur Bond í síðustu myndum, sótti hana í höllina og saman flugu þau í gegnum borgina. Svo stukku þau bæði út, en það var þó ekki alveg þannig þar sem vanir fallhífastökkvarar hafa tekið það að sér. Drottningin mætti svo spræk og settist niður ásamt eiginmanni sínum Filippusi Prins.

Því næst söng barnakór þjóðsöng Breta. Setningahátíðin er enn í gangi og má segja að allt sé að ganga upp enda kostaði hún 27 milljónir punda. Síðar í kvöld munu keppendurnir ganga inn á leikvanginn. Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, er fánaberi Íslands á leikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×