Erlent

Frakklandsforseti skipar sambýliskonu sinni að þegja

Francois Hollande forseti Frakklands er búinn að fá nóg af umdeildum opinberum ummælum sambýliskonu sinnar, Valerie Trierweiler og hefur því skipað henni að halda kjafti í framtíðinni.

Trierweiler segir í samtali við BFM sjónvarpsstöðina að hún hafi móttekið skilaboðin frá forsetanum og muni halda sér á mottunni í samræmi við þau.

Meðal ummæla Trierweiler sem komu forsetanum ákaflega illa var stuðingsyfirlýsing við mótframbjóðenda Segolene Royal í síðustu þingkoningum en Royal er fyrrum kærasta og barnsmóðir forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×