Vorið sem breyttist í vetur Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 16. júlí 2012 06:00 Arabíska vorið var án blóma fyrir konur og það er að breytast í vetur,? sagði Mouna Ghanem frá Sýrlandi. Þessi orð lét hún falla á ráðstefnu sem undirrituð sótti í Vilníus fyrir skömmu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og utanríkisráðuneytis Litháens. Ráðstefnan snérist um kyn, menntun og lýðræði en konurnar frá Arabalöndunum vöktu eðlilega mesta athygli, einkum þær frá Sýrlandi og Túnis en báðar eru í andstöðu við stjórnvöld. Það var hrikalegt að hlusta á Amel Grami, prófessor við Manouba-háskólann í höfuðborginni Túnis. Hún kennir kynjafræði og hefur skrifað bækur um nútímalega túlkun á Kóraninum, m.a. með tilliti til réttinda kvenna. Það er ekki vinsælt meðal trúarhópa og hún er nú hreinlega í lífshættu. Að sögn Amel Grami vex íslamistum, svokölluðum salafistum, nú stöðugt fiskur um hrygg í Túnis og umburðarlyndi á hreint ekki upp á pallborðið meðal þeirra. Peningar streyma til þeirra frá Sádi-Arabíu og Katar. Þeir amast við gyðingum sem búið hafa í landinu um aldir, sem og kristnu fólki og menntamönnum. Þeir hafa ruðst inn í háskóla, þar sem þeir krefjast þess að konur fái að bera blæjur í skólunum, sem er bannað, og ein krafa þeirra er að fjölkvæni verði leyft að nýju. Salafistarnir saka kennara um að breiða út kristni og hafa dreift myndum af þeim í moskunum, þar á meðal af Amel Grami, með þeim tilmælum að þetta fólk verði drepið. Íslamistarnir vilja innleiða sharía-lög en sem kunnugt er takmarka þau mjög réttindi kvenna og boða harðar refsingar. Að sögn Amel Grami hefur háskólafólk reynt allt hvað hægt er til að forðast að svara með ofbeldi, því um leið og því er beitt kemur lögreglan og stjórnvöld nota tækifærið til að takmarka frelsi til kennslu, rannsókna og skoðanaskipta. Í kosningunum sem haldnar voru í kjölfar falls stjórnar Ben Alis sigruðu hreyfingar sem eru hallar undir íslamista. Í mars og apríl kom til mikilla átaka og ofbeldi gegn konum hefur aukist mikið. Þær þora vart lengur að vera utan dyra af ótta við árásir. Kvenréttindakonur í Túnis hrópa á hjálp og það er brýnt að þjóðir heims geri strangar kröfur til stjórnvalda í Túnis um að þau virði mannréttindi og lýðræði ella verði öll alþjóðleg aðstoð stöðvuð. Ég spyr, hvar eru fjölmiðlarnir? Af hverju er ekki fylgst betur með þessu hausthreti sem dynur á íbúum N-Afríku? Þá var ekki síður nöturlegt að hlusta á Mouna Ghanem frá Sýrlandi. Hún býr í höfuðborginni Damaskus en er búin að koma börnunum sínum tveimur úr landi. Hún sagði að íbúar Damaskus hefðu ekki upplifað bein átök en að heyra mætti skothríðina úr nálægum byggðum á kvöldin. Mouna er félagi í hreyfingu sem berst fyrir lýðræði, réttlæti, kynjajafnrétti og sjálfbæru samfélagi. Frjáls félagasamtök eru bönnuð en stjórnvöld hafa haft öðrum hnöppum að hneppa en að fást við þau. Hún lagði áherslu á að ekki dygði að koma einræðisherranum Assad frá, það þyrfti djúpstæðar breytingar til að koma á lýðræði. Þessi ummæli hennar minntu á orð rithöfundarins Nadal El Sadawi frá Egyptalandi sem lýsti ástandinu þannig að búið væri að höggva höfuðið af einræðisöflunum með falli Mubaraks en allur búkurinn væri eftir. Það hafa reynst orð að sönnu. Mouna Ghanem sagði andstöðuöflin í Sýrlandi hafa gert gríðarleg mistök með því að grípa til vopna í stað þess að beita mótmælum líkt og í Túnis og Egyptalandi. Þar með fékk ríkisstjórn Assads tækifæri til að verja sig, studd af vopnasölunum í Rússlandi og Kína. Mouna Ghanem lét athyglisverð ummæli falla um stóru sjónvarpsstöðvarnar Al Jazeera og Al Arabyia. Hún sagði þær hafa tekið gagnrýnislaust upp orðróm um aðgerðir stjórnarandstæðinga, t.d. að þeir hefðu náð ákveðinni borg á vald sitt. Stjórnarandstæðingar tóku að streyma þangað en þar beið herinn og myrti fjölda manns. Það var verið að lokka fólk í gildru. Skipulögð morð á konum og börnum hafa vakið mikinn óhug og óljóst hvað herjunum gengur til með þeim. Kannski gamla sagan, að lama andstæðinginn með því að eyða fjölskyldum og ættum. Það er ógnvænlegt ástand sem þessar konur lýsa. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þróuninni. Innan um öll átökin eru óleystar deilur Ísraels og Palestínu og austar bíður olíuveldið Íran átekta. Hvað getur alþjóðasamfélagið gert til að koma konum og börnum, sem alltaf verða verst úti í stríðsátökum, til hjálpar og stöðva ófriðinn? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja friðarviðleitni, koma flóttafólki til aðstoðar og halda umræðum uppi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um þá hrikalegu stríðs- og ofbeldisglæpi sem verið er að fremja í fyrrnefndum Miðjarðarhafslöndum. Verjum réttinn til lífs og öryggis sem og þátttöku kvenna í þróun samfélagsins. Konurnar verða að koma strax að samningaborðunum í samræmi við ályktun SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Arabíska vorið var án blóma fyrir konur og það er að breytast í vetur,? sagði Mouna Ghanem frá Sýrlandi. Þessi orð lét hún falla á ráðstefnu sem undirrituð sótti í Vilníus fyrir skömmu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og utanríkisráðuneytis Litháens. Ráðstefnan snérist um kyn, menntun og lýðræði en konurnar frá Arabalöndunum vöktu eðlilega mesta athygli, einkum þær frá Sýrlandi og Túnis en báðar eru í andstöðu við stjórnvöld. Það var hrikalegt að hlusta á Amel Grami, prófessor við Manouba-háskólann í höfuðborginni Túnis. Hún kennir kynjafræði og hefur skrifað bækur um nútímalega túlkun á Kóraninum, m.a. með tilliti til réttinda kvenna. Það er ekki vinsælt meðal trúarhópa og hún er nú hreinlega í lífshættu. Að sögn Amel Grami vex íslamistum, svokölluðum salafistum, nú stöðugt fiskur um hrygg í Túnis og umburðarlyndi á hreint ekki upp á pallborðið meðal þeirra. Peningar streyma til þeirra frá Sádi-Arabíu og Katar. Þeir amast við gyðingum sem búið hafa í landinu um aldir, sem og kristnu fólki og menntamönnum. Þeir hafa ruðst inn í háskóla, þar sem þeir krefjast þess að konur fái að bera blæjur í skólunum, sem er bannað, og ein krafa þeirra er að fjölkvæni verði leyft að nýju. Salafistarnir saka kennara um að breiða út kristni og hafa dreift myndum af þeim í moskunum, þar á meðal af Amel Grami, með þeim tilmælum að þetta fólk verði drepið. Íslamistarnir vilja innleiða sharía-lög en sem kunnugt er takmarka þau mjög réttindi kvenna og boða harðar refsingar. Að sögn Amel Grami hefur háskólafólk reynt allt hvað hægt er til að forðast að svara með ofbeldi, því um leið og því er beitt kemur lögreglan og stjórnvöld nota tækifærið til að takmarka frelsi til kennslu, rannsókna og skoðanaskipta. Í kosningunum sem haldnar voru í kjölfar falls stjórnar Ben Alis sigruðu hreyfingar sem eru hallar undir íslamista. Í mars og apríl kom til mikilla átaka og ofbeldi gegn konum hefur aukist mikið. Þær þora vart lengur að vera utan dyra af ótta við árásir. Kvenréttindakonur í Túnis hrópa á hjálp og það er brýnt að þjóðir heims geri strangar kröfur til stjórnvalda í Túnis um að þau virði mannréttindi og lýðræði ella verði öll alþjóðleg aðstoð stöðvuð. Ég spyr, hvar eru fjölmiðlarnir? Af hverju er ekki fylgst betur með þessu hausthreti sem dynur á íbúum N-Afríku? Þá var ekki síður nöturlegt að hlusta á Mouna Ghanem frá Sýrlandi. Hún býr í höfuðborginni Damaskus en er búin að koma börnunum sínum tveimur úr landi. Hún sagði að íbúar Damaskus hefðu ekki upplifað bein átök en að heyra mætti skothríðina úr nálægum byggðum á kvöldin. Mouna er félagi í hreyfingu sem berst fyrir lýðræði, réttlæti, kynjajafnrétti og sjálfbæru samfélagi. Frjáls félagasamtök eru bönnuð en stjórnvöld hafa haft öðrum hnöppum að hneppa en að fást við þau. Hún lagði áherslu á að ekki dygði að koma einræðisherranum Assad frá, það þyrfti djúpstæðar breytingar til að koma á lýðræði. Þessi ummæli hennar minntu á orð rithöfundarins Nadal El Sadawi frá Egyptalandi sem lýsti ástandinu þannig að búið væri að höggva höfuðið af einræðisöflunum með falli Mubaraks en allur búkurinn væri eftir. Það hafa reynst orð að sönnu. Mouna Ghanem sagði andstöðuöflin í Sýrlandi hafa gert gríðarleg mistök með því að grípa til vopna í stað þess að beita mótmælum líkt og í Túnis og Egyptalandi. Þar með fékk ríkisstjórn Assads tækifæri til að verja sig, studd af vopnasölunum í Rússlandi og Kína. Mouna Ghanem lét athyglisverð ummæli falla um stóru sjónvarpsstöðvarnar Al Jazeera og Al Arabyia. Hún sagði þær hafa tekið gagnrýnislaust upp orðróm um aðgerðir stjórnarandstæðinga, t.d. að þeir hefðu náð ákveðinni borg á vald sitt. Stjórnarandstæðingar tóku að streyma þangað en þar beið herinn og myrti fjölda manns. Það var verið að lokka fólk í gildru. Skipulögð morð á konum og börnum hafa vakið mikinn óhug og óljóst hvað herjunum gengur til með þeim. Kannski gamla sagan, að lama andstæðinginn með því að eyða fjölskyldum og ættum. Það er ógnvænlegt ástand sem þessar konur lýsa. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þróuninni. Innan um öll átökin eru óleystar deilur Ísraels og Palestínu og austar bíður olíuveldið Íran átekta. Hvað getur alþjóðasamfélagið gert til að koma konum og börnum, sem alltaf verða verst úti í stríðsátökum, til hjálpar og stöðva ófriðinn? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja friðarviðleitni, koma flóttafólki til aðstoðar og halda umræðum uppi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um þá hrikalegu stríðs- og ofbeldisglæpi sem verið er að fremja í fyrrnefndum Miðjarðarhafslöndum. Verjum réttinn til lífs og öryggis sem og þátttöku kvenna í þróun samfélagsins. Konurnar verða að koma strax að samningaborðunum í samræmi við ályktun SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun