Erlent

Endurheimti bíl sinn eftir 40 ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bíll sömu gerðar og stolið var.
Bíll sömu gerðar og stolið var.
Karlmaður sem varð fyrir því óláni að bíl hans var stolið árið 1970 endurheimti bílinn nýlega. Maðurinn, sem heitir Bob Russel, var nemandi við Temple háskóla í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hann ók um á Austin-Healy 3000 Mk III sem hann hafði keypt af vini sínum á 3000 dali árið 1968, að því er fram kemur á vefnum Motor Authority.

Russel var fátækur námsmaður og hafði því ekki efni á að kaupa almennilegar tryggingar fyrir bíl sinn. Einn góðan veðurdag, eftir að hann hafði farið á stefnumót með þáverandi kærustu sinni, að bílnum var stolið. Russel áttaði sig á því að líkurnar á að finna bílinn voru nánast engar. Hann gafst hins vegar aldrei upp og hafði alltaf augun hjá sér. Þegar Internetið kom svo til sögunnar ákvað Russel að leita þar.

Sú leit bar árangur því að í maí síðastliðnum því að Russel fann bílinn sinn á bílasölu í Kalíforníu. Sölumaðurinn neitaði hins vegar að láta bílinn af hendi og bar því við að hann hefði keypt bílinn af fjölskyldu sem hafði átt hann allt frá árinu 1970, eða um það bil þeim tíma sem Russel hafði glatað honum.

Russel átti skráningarskirteini af bílnum, lyklana að honum og vitnisburð vinar sem mundi eftir því að bílnum var stolið. Hann átti hins vegar ekki afrit af lögregluskýrslunum frá því að hann kærði málið og málið hafði týnst hjá lögreglunni. Málið fannst hins vegar á endanum og Russel endurheimti bíl sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×