Er ég pirrandi? Unnur Helgadóttir skrifar 13. ágúst 2012 06:00 Ekki er nýtt að fullorðnir séu pirraðir á unglingum. Til eru ritaðar heimildir frá forn-Rómverjum þar sem ljóðskáld hneykslast á þessum ?kærulausu unglingum? og virðist það viðhorf ekki hafa breyst mjög mikið í áranna rás. Oft er dregin upp sú staðalmynd af okkur unglingum að við séum löt, alltof háð tækninni og í fýlu út í foreldrana. Einnig að margir unglingar séu óheiðarlegir. En er þetta rétt? Ég tel að svarið við þessu sé nei. Flestir þeirra unglinga sem ég þekki stunda skólann af fullum krafti, auk þess æfa margir þeirra á hljóðfæri, stunda tónlistarnám, eða jafnvel hvort tveggja og fá samt góðar einkunnir og hafa einnig tíma til að hitta vini sína. Auðvitað er það erfitt og getur tekið mikið á en það sannar að ekki eru allir unglingar latir. Þegar hugsað er um tæknina þá verð ég að viðurkenna að það er eiginlega rétt. Margir unglingar eru háðir græjunum sínum, en ég held að við séum aðallega hrædd um að missa af einhverju, t.d. ef slökkt væri á símanum okkar. En hvað með hegðun þjónustuaðila gagnvart börnum og unglingum? ?Heyrðu! Farðu héðan! Þú ert örugglega að stela!? segir augnaráðið sem margir unglingar hafa fengið er þeir ganga í gegnum verslanir. Einnig fá þeir oft verri þjónustu en fullorðnir t.d. í verslunum og fyrirtækjum. Þessu hafa margir eldri en þrettán ára lent í. Þetta fer náttúrulega líka eftir útlitinu, þeir sem klæða sig t.d. í götótt föt, eru ?goth? eða ?emo? svo dæmi séu tekin, lenda frekar í því að vera vaktaðir stíft, en þótt margir klæði sig ekki þannig hafa þeir lent í því sama. Það er mjög óþægilegt og alveg ástæðulaust, því þó að einhverjir unglingar steli, þá eru þeir miklu fleiri sem eru strangheiðarlegir. Við getum spurt okkur að því af hverju þessir fordómar eru og það er líklega af því að við heyrum mest um þá unglinga sem stela eða vinna einhver skemmdarverk. Fréttastofur gera nefnilega oft meira úr fréttum sem hneyksla fólk, eða láta því bregða, t.d. um þjófótta unglinga og skemmdarverk. Það eru margir unglingar sem ná mjög góðum árangri í skólanum, íþróttum eða tónlistarnámi o.s.frv. en fá samt ekki mikla umfjöllun. Augljóst er að það er ósanngjarnt og ég get fullyrt að mér og mörgum unglingum er ofboðið. Þetta ætti að vera akkúrat öfugt. Ég er þá að tala um að ?góðu? krakkarnir fengju meiri athygli sem væri þá gott fordæmi fyrir aðra. Fullorðnir virðast oft vera pirraðir á unglingum, en muna þeir kannski ekki hvernig það var þegar þeir voru unglingar? Þá væri sniðugt fyrir þá að prófa að setja sig í spor barna og unglinga í ákveðnum atvikum og hugsa hvað þeir myndu vilja gera, eða að einhver gerði fyrir þá, ef þeir lentu sjálfir í þeim aðstæðum. Á unglingsárunum erum við á milli þess að vera barn og fullorðinn og vitum oft ekkert hvernig við eigum að haga okkur. ?Má ég vera barn núna?? og ?Þarf ég að axla ábyrgð og vera fullorðin? Hvenær á ég að fara að sinna skyldum fullorðinna?? eru dæmi um spurningar sem við veltum fyrir okkur en vitum oft ekki svörin við. Auðvitað er mikill munur á hegðun, útliti og skynsemi sjö og sautján ára barna og búist er við því að aldurshóparnir hegði sér öðruvísi. Sjö ára barnið er enn að læra hvað má og hvað má ekki. Sautján ára unglingurinn er hins vegar að læra hvernig hann á að haga sér sem fullorðinn og ábyrgur einstaklingur í samfélaginu. Hann þarf sem sagt hjálp og skilning fullorðinna eins og sjö ára barnið, en á allt öðrum sviðum lífsins. Þá skiptir miklu máli að fullorðnir sýni skilning og hjálpi ef unglingurinn þarf á að halda. Ekki með því að segja: ?Þú mátt vera barn núna? eða eitthvað því um líkt, heldur með því að setja gott fordæmi fyrir okkur yngri. Við gætum t.d. þurft leiðbeiningar við að setja upp ferilskrá, læra á bíl, fara sjálf að sækja um vinnu og margvísleg önnur félagsleg samskipti. Einnig væri sniðugt að íhuga það hvort fullorðnir einstaklingar hlusti virkilega á börn og unglinga, það að heyra er nefnilega ekki það sama og að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ekki er nýtt að fullorðnir séu pirraðir á unglingum. Til eru ritaðar heimildir frá forn-Rómverjum þar sem ljóðskáld hneykslast á þessum ?kærulausu unglingum? og virðist það viðhorf ekki hafa breyst mjög mikið í áranna rás. Oft er dregin upp sú staðalmynd af okkur unglingum að við séum löt, alltof háð tækninni og í fýlu út í foreldrana. Einnig að margir unglingar séu óheiðarlegir. En er þetta rétt? Ég tel að svarið við þessu sé nei. Flestir þeirra unglinga sem ég þekki stunda skólann af fullum krafti, auk þess æfa margir þeirra á hljóðfæri, stunda tónlistarnám, eða jafnvel hvort tveggja og fá samt góðar einkunnir og hafa einnig tíma til að hitta vini sína. Auðvitað er það erfitt og getur tekið mikið á en það sannar að ekki eru allir unglingar latir. Þegar hugsað er um tæknina þá verð ég að viðurkenna að það er eiginlega rétt. Margir unglingar eru háðir græjunum sínum, en ég held að við séum aðallega hrædd um að missa af einhverju, t.d. ef slökkt væri á símanum okkar. En hvað með hegðun þjónustuaðila gagnvart börnum og unglingum? ?Heyrðu! Farðu héðan! Þú ert örugglega að stela!? segir augnaráðið sem margir unglingar hafa fengið er þeir ganga í gegnum verslanir. Einnig fá þeir oft verri þjónustu en fullorðnir t.d. í verslunum og fyrirtækjum. Þessu hafa margir eldri en þrettán ára lent í. Þetta fer náttúrulega líka eftir útlitinu, þeir sem klæða sig t.d. í götótt föt, eru ?goth? eða ?emo? svo dæmi séu tekin, lenda frekar í því að vera vaktaðir stíft, en þótt margir klæði sig ekki þannig hafa þeir lent í því sama. Það er mjög óþægilegt og alveg ástæðulaust, því þó að einhverjir unglingar steli, þá eru þeir miklu fleiri sem eru strangheiðarlegir. Við getum spurt okkur að því af hverju þessir fordómar eru og það er líklega af því að við heyrum mest um þá unglinga sem stela eða vinna einhver skemmdarverk. Fréttastofur gera nefnilega oft meira úr fréttum sem hneyksla fólk, eða láta því bregða, t.d. um þjófótta unglinga og skemmdarverk. Það eru margir unglingar sem ná mjög góðum árangri í skólanum, íþróttum eða tónlistarnámi o.s.frv. en fá samt ekki mikla umfjöllun. Augljóst er að það er ósanngjarnt og ég get fullyrt að mér og mörgum unglingum er ofboðið. Þetta ætti að vera akkúrat öfugt. Ég er þá að tala um að ?góðu? krakkarnir fengju meiri athygli sem væri þá gott fordæmi fyrir aðra. Fullorðnir virðast oft vera pirraðir á unglingum, en muna þeir kannski ekki hvernig það var þegar þeir voru unglingar? Þá væri sniðugt fyrir þá að prófa að setja sig í spor barna og unglinga í ákveðnum atvikum og hugsa hvað þeir myndu vilja gera, eða að einhver gerði fyrir þá, ef þeir lentu sjálfir í þeim aðstæðum. Á unglingsárunum erum við á milli þess að vera barn og fullorðinn og vitum oft ekkert hvernig við eigum að haga okkur. ?Má ég vera barn núna?? og ?Þarf ég að axla ábyrgð og vera fullorðin? Hvenær á ég að fara að sinna skyldum fullorðinna?? eru dæmi um spurningar sem við veltum fyrir okkur en vitum oft ekki svörin við. Auðvitað er mikill munur á hegðun, útliti og skynsemi sjö og sautján ára barna og búist er við því að aldurshóparnir hegði sér öðruvísi. Sjö ára barnið er enn að læra hvað má og hvað má ekki. Sautján ára unglingurinn er hins vegar að læra hvernig hann á að haga sér sem fullorðinn og ábyrgur einstaklingur í samfélaginu. Hann þarf sem sagt hjálp og skilning fullorðinna eins og sjö ára barnið, en á allt öðrum sviðum lífsins. Þá skiptir miklu máli að fullorðnir sýni skilning og hjálpi ef unglingurinn þarf á að halda. Ekki með því að segja: ?Þú mátt vera barn núna? eða eitthvað því um líkt, heldur með því að setja gott fordæmi fyrir okkur yngri. Við gætum t.d. þurft leiðbeiningar við að setja upp ferilskrá, læra á bíl, fara sjálf að sækja um vinnu og margvísleg önnur félagsleg samskipti. Einnig væri sniðugt að íhuga það hvort fullorðnir einstaklingar hlusti virkilega á börn og unglinga, það að heyra er nefnilega ekki það sama og að hlusta.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar