Er ég pirrandi? Unnur Helgadóttir skrifar 13. ágúst 2012 06:00 Ekki er nýtt að fullorðnir séu pirraðir á unglingum. Til eru ritaðar heimildir frá forn-Rómverjum þar sem ljóðskáld hneykslast á þessum ?kærulausu unglingum? og virðist það viðhorf ekki hafa breyst mjög mikið í áranna rás. Oft er dregin upp sú staðalmynd af okkur unglingum að við séum löt, alltof háð tækninni og í fýlu út í foreldrana. Einnig að margir unglingar séu óheiðarlegir. En er þetta rétt? Ég tel að svarið við þessu sé nei. Flestir þeirra unglinga sem ég þekki stunda skólann af fullum krafti, auk þess æfa margir þeirra á hljóðfæri, stunda tónlistarnám, eða jafnvel hvort tveggja og fá samt góðar einkunnir og hafa einnig tíma til að hitta vini sína. Auðvitað er það erfitt og getur tekið mikið á en það sannar að ekki eru allir unglingar latir. Þegar hugsað er um tæknina þá verð ég að viðurkenna að það er eiginlega rétt. Margir unglingar eru háðir græjunum sínum, en ég held að við séum aðallega hrædd um að missa af einhverju, t.d. ef slökkt væri á símanum okkar. En hvað með hegðun þjónustuaðila gagnvart börnum og unglingum? ?Heyrðu! Farðu héðan! Þú ert örugglega að stela!? segir augnaráðið sem margir unglingar hafa fengið er þeir ganga í gegnum verslanir. Einnig fá þeir oft verri þjónustu en fullorðnir t.d. í verslunum og fyrirtækjum. Þessu hafa margir eldri en þrettán ára lent í. Þetta fer náttúrulega líka eftir útlitinu, þeir sem klæða sig t.d. í götótt föt, eru ?goth? eða ?emo? svo dæmi séu tekin, lenda frekar í því að vera vaktaðir stíft, en þótt margir klæði sig ekki þannig hafa þeir lent í því sama. Það er mjög óþægilegt og alveg ástæðulaust, því þó að einhverjir unglingar steli, þá eru þeir miklu fleiri sem eru strangheiðarlegir. Við getum spurt okkur að því af hverju þessir fordómar eru og það er líklega af því að við heyrum mest um þá unglinga sem stela eða vinna einhver skemmdarverk. Fréttastofur gera nefnilega oft meira úr fréttum sem hneyksla fólk, eða láta því bregða, t.d. um þjófótta unglinga og skemmdarverk. Það eru margir unglingar sem ná mjög góðum árangri í skólanum, íþróttum eða tónlistarnámi o.s.frv. en fá samt ekki mikla umfjöllun. Augljóst er að það er ósanngjarnt og ég get fullyrt að mér og mörgum unglingum er ofboðið. Þetta ætti að vera akkúrat öfugt. Ég er þá að tala um að ?góðu? krakkarnir fengju meiri athygli sem væri þá gott fordæmi fyrir aðra. Fullorðnir virðast oft vera pirraðir á unglingum, en muna þeir kannski ekki hvernig það var þegar þeir voru unglingar? Þá væri sniðugt fyrir þá að prófa að setja sig í spor barna og unglinga í ákveðnum atvikum og hugsa hvað þeir myndu vilja gera, eða að einhver gerði fyrir þá, ef þeir lentu sjálfir í þeim aðstæðum. Á unglingsárunum erum við á milli þess að vera barn og fullorðinn og vitum oft ekkert hvernig við eigum að haga okkur. ?Má ég vera barn núna?? og ?Þarf ég að axla ábyrgð og vera fullorðin? Hvenær á ég að fara að sinna skyldum fullorðinna?? eru dæmi um spurningar sem við veltum fyrir okkur en vitum oft ekki svörin við. Auðvitað er mikill munur á hegðun, útliti og skynsemi sjö og sautján ára barna og búist er við því að aldurshóparnir hegði sér öðruvísi. Sjö ára barnið er enn að læra hvað má og hvað má ekki. Sautján ára unglingurinn er hins vegar að læra hvernig hann á að haga sér sem fullorðinn og ábyrgur einstaklingur í samfélaginu. Hann þarf sem sagt hjálp og skilning fullorðinna eins og sjö ára barnið, en á allt öðrum sviðum lífsins. Þá skiptir miklu máli að fullorðnir sýni skilning og hjálpi ef unglingurinn þarf á að halda. Ekki með því að segja: ?Þú mátt vera barn núna? eða eitthvað því um líkt, heldur með því að setja gott fordæmi fyrir okkur yngri. Við gætum t.d. þurft leiðbeiningar við að setja upp ferilskrá, læra á bíl, fara sjálf að sækja um vinnu og margvísleg önnur félagsleg samskipti. Einnig væri sniðugt að íhuga það hvort fullorðnir einstaklingar hlusti virkilega á börn og unglinga, það að heyra er nefnilega ekki það sama og að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ekki er nýtt að fullorðnir séu pirraðir á unglingum. Til eru ritaðar heimildir frá forn-Rómverjum þar sem ljóðskáld hneykslast á þessum ?kærulausu unglingum? og virðist það viðhorf ekki hafa breyst mjög mikið í áranna rás. Oft er dregin upp sú staðalmynd af okkur unglingum að við séum löt, alltof háð tækninni og í fýlu út í foreldrana. Einnig að margir unglingar séu óheiðarlegir. En er þetta rétt? Ég tel að svarið við þessu sé nei. Flestir þeirra unglinga sem ég þekki stunda skólann af fullum krafti, auk þess æfa margir þeirra á hljóðfæri, stunda tónlistarnám, eða jafnvel hvort tveggja og fá samt góðar einkunnir og hafa einnig tíma til að hitta vini sína. Auðvitað er það erfitt og getur tekið mikið á en það sannar að ekki eru allir unglingar latir. Þegar hugsað er um tæknina þá verð ég að viðurkenna að það er eiginlega rétt. Margir unglingar eru háðir græjunum sínum, en ég held að við séum aðallega hrædd um að missa af einhverju, t.d. ef slökkt væri á símanum okkar. En hvað með hegðun þjónustuaðila gagnvart börnum og unglingum? ?Heyrðu! Farðu héðan! Þú ert örugglega að stela!? segir augnaráðið sem margir unglingar hafa fengið er þeir ganga í gegnum verslanir. Einnig fá þeir oft verri þjónustu en fullorðnir t.d. í verslunum og fyrirtækjum. Þessu hafa margir eldri en þrettán ára lent í. Þetta fer náttúrulega líka eftir útlitinu, þeir sem klæða sig t.d. í götótt föt, eru ?goth? eða ?emo? svo dæmi séu tekin, lenda frekar í því að vera vaktaðir stíft, en þótt margir klæði sig ekki þannig hafa þeir lent í því sama. Það er mjög óþægilegt og alveg ástæðulaust, því þó að einhverjir unglingar steli, þá eru þeir miklu fleiri sem eru strangheiðarlegir. Við getum spurt okkur að því af hverju þessir fordómar eru og það er líklega af því að við heyrum mest um þá unglinga sem stela eða vinna einhver skemmdarverk. Fréttastofur gera nefnilega oft meira úr fréttum sem hneyksla fólk, eða láta því bregða, t.d. um þjófótta unglinga og skemmdarverk. Það eru margir unglingar sem ná mjög góðum árangri í skólanum, íþróttum eða tónlistarnámi o.s.frv. en fá samt ekki mikla umfjöllun. Augljóst er að það er ósanngjarnt og ég get fullyrt að mér og mörgum unglingum er ofboðið. Þetta ætti að vera akkúrat öfugt. Ég er þá að tala um að ?góðu? krakkarnir fengju meiri athygli sem væri þá gott fordæmi fyrir aðra. Fullorðnir virðast oft vera pirraðir á unglingum, en muna þeir kannski ekki hvernig það var þegar þeir voru unglingar? Þá væri sniðugt fyrir þá að prófa að setja sig í spor barna og unglinga í ákveðnum atvikum og hugsa hvað þeir myndu vilja gera, eða að einhver gerði fyrir þá, ef þeir lentu sjálfir í þeim aðstæðum. Á unglingsárunum erum við á milli þess að vera barn og fullorðinn og vitum oft ekkert hvernig við eigum að haga okkur. ?Má ég vera barn núna?? og ?Þarf ég að axla ábyrgð og vera fullorðin? Hvenær á ég að fara að sinna skyldum fullorðinna?? eru dæmi um spurningar sem við veltum fyrir okkur en vitum oft ekki svörin við. Auðvitað er mikill munur á hegðun, útliti og skynsemi sjö og sautján ára barna og búist er við því að aldurshóparnir hegði sér öðruvísi. Sjö ára barnið er enn að læra hvað má og hvað má ekki. Sautján ára unglingurinn er hins vegar að læra hvernig hann á að haga sér sem fullorðinn og ábyrgur einstaklingur í samfélaginu. Hann þarf sem sagt hjálp og skilning fullorðinna eins og sjö ára barnið, en á allt öðrum sviðum lífsins. Þá skiptir miklu máli að fullorðnir sýni skilning og hjálpi ef unglingurinn þarf á að halda. Ekki með því að segja: ?Þú mátt vera barn núna? eða eitthvað því um líkt, heldur með því að setja gott fordæmi fyrir okkur yngri. Við gætum t.d. þurft leiðbeiningar við að setja upp ferilskrá, læra á bíl, fara sjálf að sækja um vinnu og margvísleg önnur félagsleg samskipti. Einnig væri sniðugt að íhuga það hvort fullorðnir einstaklingar hlusti virkilega á börn og unglinga, það að heyra er nefnilega ekki það sama og að hlusta.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun