Lífið

Eiginkonan í aðalhlutverki

Mikael Torfason er með nýja mynd í vinnslu. Hún ber vinnuheitið Harmsaga og er rammíslensk morðsaga.
Mikael Torfason er með nýja mynd í vinnslu. Hún ber vinnuheitið Harmsaga og er rammíslensk morðsaga. mynd/hari
„Vinnuheiti myndarinnar er Harmsaga og ég skrifa handritið og kem til með að leikstýra henni," segir Mikael Torfason, kvikmyndasmiður og ritstjóri.

Mikael er nú með sína aðra kvikmynd í vinnslu og voru fyrstu prufur fyrir hana skotnar á þriðjudaginn. Síðasta mynd hans, Gemsar, kom út árið 2002. „Þetta er rammíslensk morðsaga," segir Mikael en það er engin önnur en eiginkona hans Elma Stefanía Ágústsdóttir sem fer með annað aðalhlutverkið, á móti Hirti Jóhanni Jónssyni.

Kvikmyndamiðstöð Íslands veitti Mikael handritsstyrk fyrir myndinni og fjáröflunarferli hennar fer í gang eftir áramót. „Grunnurinn að handritinu er að koma saman svo nú er hægt að fara að prufa sig áfram," segir hann en ZikZak mun framleiða myndina.

Mikael tók við starfi sem ritstjóri Fréttatímans nú í lok ágúst og aðspurður segist hann ætla að sinna því samhliða myndinni þegar þar að kemur.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.