Innlent

Tveir í gæsluvarðhald - sá þriðji eftirlýstur

Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir, sem eru báðir innan við tvítugt, voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn lögreglunnar á sprengju sem sprakk á rúðu skartgripaverslunar við Bankastræti 12 í miðborg Reykjavíkur og ráni í matvöruverslun í austurborginni.

Sprengjan sprakk á fimmta tímanum í gærmorgun og var ránið framið liðlega klukkutíma síðar en málin tengjast. Þá lýsir lögreglan einnig eftir þriðja manninum í tengslum við málið. Í ráninu í matvöruversluninni var starfsmanni ógnað með sprautunál og komust ræningjarnir á undan með fjármuni.

Þeir sem vita hvar maðurinn, sem sést á meðfylgjandi myndum, er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.


Tengdar fréttir

Öflug sprengja sprakk í Bankastræti

Öflug sprengja var sprengd á rúðu skartgripaverslunar við Bankastræti klukkan korter fyrir fimm í morgun og segir lögregla að hætta hafi skapast af af henni.

Vinsælasta rúðan í bænum til að brjóta

"Það er ekki skemmtilegt að lenda í svona, þetta er leiðinleg tilfinning," segir Ólafur G. Jósefsson, eigandi GÞ Skartgripir og úr í Bankastrætinu í miðbæ Reykjavíkur. Öflug sprengja var límd utan á rúðu skartgripaverslunarinnar á sjötta tímanum í morgun og heyrðist hár hvellur um nágrennið. Sprengjubrot fundust í allt að 30 metra fjarlægð.

Sprengjumennirnir ófundnir

Mennirnir tveir, sem gerðu tilraun til að sprengja rúðu í úra- og skartgripaverslun við Bankastræti í Reykjavík í fyrrinótt, er ófundnir eftir því sem Fréttastofa kemst næst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×