Innlent

Vopnað rán í Mjóddinni

Tveir menn í annarlegu ástandi réðust inn í Apótek í Mjóddinni á tíunda tímanum í morgun og stálu þaðan vörum. Þetta staðfestir lögreglan við Vísi. Samkvæmt fréttavef  RÚV eru mennirnir grunaðir um að hafa stolið vörum úr fleiri verslunum í Mjóddinni.

Að sögn sjónarvotta, sem RÚV ræddi við, voru þeir vopnaðir hnífi og voru ógnandi.

Lögreglan er á staðnum, en mennirnir tveir voru með mikla háreysti og læti. Að sögn sjónarvotta hafa mennirnir verið handteknir.

Engar upplýsingar fengust um málið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar haft var samband við embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×