Innlent

Teitur gefur kost á sér í fimmta sæti

Teitur Björn Einarsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi prófkjöri. „Næstu alþingiskosningar eru þýðingarmiklar. Það er hægt að ná árangri við stjórn landsmálanna en til þess þarf að taka réttar ákvarðanir. Frjálslynt samfélag, virðing fyrir frelsi allra einstaklinga og festa í grunnskipan þjóðfélagsins - þessi gildi eru forsenda þess að okkur auðnist að nýta tækifærin sem við höfum til að efla atvinnulífið og þar með auka velferð. Ég vil leggja mitt af mörkum til að búa í haginn fyrir betra samfélag öllum til heilla og ég fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum í þeirri vegferð," segir Teitur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×