Árni Páll Árnason gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar 3. október 2012 14:49 Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum núna eftir hádegi. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild. Ágætu félagar. Ég tilkynni í dag um þá ákvörðun mína að óska eftir stuðningi ykkar við val á formanni flokksins á vetri komanda. Von mín er að kjör formanns fari fram með almennri atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, í samræmi við lýðræðishefð Samfylkingarinnar. Ísland er á krossgötum og stendur þar kyrrt. Þjóðin þarf að velja rétta leið. Efnahagsumhverfið hefur aldrei verið jafn óvisst. Ísland er fast í höftum og lífskjör dragast aftur úr því sem tíðkast í nálægum löndum. Hægt og rólega færumst við fjær fullgildri þátttöku í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og hættan af haftabúskap, einokunarveldi og einhæfni í atvinnuháttum blasir við. Betur launuðum störfum mun fækka og öflugustu fyrirtækin munu halda áfram að vaxa erlendis. Samt er flest í stjórnmálunum ennþá eins og ekkert hafi gerst og ekkert muni breytast. Það hefur verið hlutverk Samfylkingarinnar að leiða ríkisstjórn á undanförnum árum og glíma við áhrif og afleiðingar hrunsins. Við getum verið stolt af því verki. Þegar Samfylkingin var stofnuð árið 2000 rættist áratugagamall draumur fólks á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Þau sem að því komu vonuðu að þessi flokkur yrði fær um að setja mark sitt á samfélagsþróunina og leiða ríkisstjórn. Engan óraði fyrir að þegar flokkurinn fengi stjórnarforystu í fyrsta sinn yrði verkefnið jafn óvenjulegt og raun ber vitni. Samfylkingin er ofin úr mörgum þráðum hefðbundinnar jafnaðarstefnu, kvenfrelsis, verkalýðshreyfingar, umhverfisverndar og athafnafrelsis. Hún er líka flokkur stjórnfestu og samtaks á forsendum almannahagsmuna. Framundan er að leysa úr læðingi og virkja til fulls þessa fjölbreyttu krafta sem búa í flokknum og þeim breiða hópi fólks sem vill styðja hann. Þeir munu nýtast til nýs átaks sem skili samfélagssýn jafnaðarmanna áfram til íslensks samfélags og nýrra kynslóða. Formaður Samfylkingarinnar á að virða og virkja þennan fjölbreytileika og styðja við hann í starfi sínu. Mikil verkefni bíða. Þeim þarf að mæta af elju og æðruleysi. Það er sögulegt hlutverk Samfylkingarinnar að veita forystu og vísa veginn fram á við. Það er okkar að kalla saman ólík öfl á forsendum almannahagsmuna, byggja brýr milli andstæðra fylkinga og feta þá leið sem er fær. Þess væntir þjóðin af burðarflokki í stjórnmálum. Til þessara verka vil ég ganga. Ég hlakka til að hitta fólk um land allt á næstu mánuðum, hlusta og ræða úrlausnarefnin. Árni Páll Árnason. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum núna eftir hádegi. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild. Ágætu félagar. Ég tilkynni í dag um þá ákvörðun mína að óska eftir stuðningi ykkar við val á formanni flokksins á vetri komanda. Von mín er að kjör formanns fari fram með almennri atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, í samræmi við lýðræðishefð Samfylkingarinnar. Ísland er á krossgötum og stendur þar kyrrt. Þjóðin þarf að velja rétta leið. Efnahagsumhverfið hefur aldrei verið jafn óvisst. Ísland er fast í höftum og lífskjör dragast aftur úr því sem tíðkast í nálægum löndum. Hægt og rólega færumst við fjær fullgildri þátttöku í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og hættan af haftabúskap, einokunarveldi og einhæfni í atvinnuháttum blasir við. Betur launuðum störfum mun fækka og öflugustu fyrirtækin munu halda áfram að vaxa erlendis. Samt er flest í stjórnmálunum ennþá eins og ekkert hafi gerst og ekkert muni breytast. Það hefur verið hlutverk Samfylkingarinnar að leiða ríkisstjórn á undanförnum árum og glíma við áhrif og afleiðingar hrunsins. Við getum verið stolt af því verki. Þegar Samfylkingin var stofnuð árið 2000 rættist áratugagamall draumur fólks á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Þau sem að því komu vonuðu að þessi flokkur yrði fær um að setja mark sitt á samfélagsþróunina og leiða ríkisstjórn. Engan óraði fyrir að þegar flokkurinn fengi stjórnarforystu í fyrsta sinn yrði verkefnið jafn óvenjulegt og raun ber vitni. Samfylkingin er ofin úr mörgum þráðum hefðbundinnar jafnaðarstefnu, kvenfrelsis, verkalýðshreyfingar, umhverfisverndar og athafnafrelsis. Hún er líka flokkur stjórnfestu og samtaks á forsendum almannahagsmuna. Framundan er að leysa úr læðingi og virkja til fulls þessa fjölbreyttu krafta sem búa í flokknum og þeim breiða hópi fólks sem vill styðja hann. Þeir munu nýtast til nýs átaks sem skili samfélagssýn jafnaðarmanna áfram til íslensks samfélags og nýrra kynslóða. Formaður Samfylkingarinnar á að virða og virkja þennan fjölbreytileika og styðja við hann í starfi sínu. Mikil verkefni bíða. Þeim þarf að mæta af elju og æðruleysi. Það er sögulegt hlutverk Samfylkingarinnar að veita forystu og vísa veginn fram á við. Það er okkar að kalla saman ólík öfl á forsendum almannahagsmuna, byggja brýr milli andstæðra fylkinga og feta þá leið sem er fær. Þess væntir þjóðin af burðarflokki í stjórnmálum. Til þessara verka vil ég ganga. Ég hlakka til að hitta fólk um land allt á næstu mánuðum, hlusta og ræða úrlausnarefnin. Árni Páll Árnason.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira