Hókus Pókus Páll Einarsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Nú nýlega gekk dómur vegna vaxta á gengistryggðum lánum. Varð uppi fótur og fit. Alls kyns sérfræðingar túlkuðu dóminn í fjölmiðlum á þennan og hinn veginn. Beðið var um lögfræðiálit og ýmsir töldu að það þyrfti fleiri dóma til að ná niðurstöðu. Viðskipta- og efnahagsnefnd þingsins fundaði stíft og mun funda stíft áfram, kallandi til sín sérfræðinga og bankamenn til að ræða málin. Ráðherrar tjáðu sig af varfærni, sögðu að dómurinn þýddi ekki endilega hagsbætur fyrir almenning. Og enn var rætt um það hvort bankarnir hefðu efni á að fara eftir niðurstöðu dómsins en þetta var talið munu kosta einhverja tugi milljarða. Mig minnir að svipað ferli hafi farið í gang þegar Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögmæt á sínum tíma. Sem sagt: Enn einu sinni þorir enginn að taka af skarið heldur er talað út í það óendanlega og ríkisstjórnin passar sig á því að segja og gera ekkert sem gæti ruggað bátnum. Tengt þessu, en þó í öðru samhengi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nýlega að það sé engin hókus pókus aðferð til við að færa niður skuldir heimilanna og efnahagsráðherra segir að ekki megi skapa væntingar sem ekki sé hægt að standa við og að menn eigi að stíga varlega til jarðar. En það er til hókus pókus aðferð sem hefur verið notuð undanfarna mánuði. Bankarnir hafa þegjandi og hljóðalaust afskrifað 548,5 milljarða hjá fyrirtækjum og auðmönnum, þar af 388 milljarða hjá fjárfestinga- og eignarhaldsfyrirtækjum samkvæmt tölum frá RUV. Ekki minnist ég þess að nokkur maður hafi tjáð sig um þessi mál áður en afskriftirnar áttu sér stað, eða að beðið hafi verið um nokkurt lögfræðiálit, eða að rætt hafi verið um það hvort bankarnir hefðu efni á þessum afskriftum eða að viðskipta- og efnahagsnefnd þingsins hafi kallað fólk til sín og fundað stíft. Hókus pókus aðferðin felst einfaldlega í því að gera hlutina og tala ekki við nokkurn mann. Og svo er gott að geta beitt bankaleynd til að fela allt subbið. Hvernig má það vera að allt púðrið í umræðunni fari í afskriftir heimila sem eru „aðeins“ 196,3 milljarðar? Þar af eru 42,6 milljarðar vegna 110% leiðarinnar en hitt aðallega vegna niðurstöðu dómstóla. Allar lausnir sem stjórnmálamenn geta hugsanlega eignað sér hafa sem sagt skilað 42,6 milljörðum, dómstólarnir sáu um hitt! En bankarnir hafa fengið frítt spil með að afskrifa óþægileg mál án nokkurrar umræðu. Bankarnir hafa á þennan hátt falið eigin útlánamistök þar sem lánað var án raunverulegra veða til starfsmanna, vina, kunningja og eigenda. Þetta er auðvitað galið. En fyrst ríkisstjórnin bar ekki gæfu til að setja leikreglur um afskriftir í upphafi kjörtímabils þá er bráðnauðsynlegt að gera það núna. Ríkisstjórnin þarf aðeins að ákveða leiðina, með lagasetningu ef þarf, og skipa bönkum og lífeyrissjóðum að fara eftir þeirri leið sem valin er. Og ekki hlusta á grátkór banka og lífeyrissjóða enda virðast þeir geta afskrifað þegar það hentar þeim. Fólk á skilið að þessi mál klárist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú nýlega gekk dómur vegna vaxta á gengistryggðum lánum. Varð uppi fótur og fit. Alls kyns sérfræðingar túlkuðu dóminn í fjölmiðlum á þennan og hinn veginn. Beðið var um lögfræðiálit og ýmsir töldu að það þyrfti fleiri dóma til að ná niðurstöðu. Viðskipta- og efnahagsnefnd þingsins fundaði stíft og mun funda stíft áfram, kallandi til sín sérfræðinga og bankamenn til að ræða málin. Ráðherrar tjáðu sig af varfærni, sögðu að dómurinn þýddi ekki endilega hagsbætur fyrir almenning. Og enn var rætt um það hvort bankarnir hefðu efni á að fara eftir niðurstöðu dómsins en þetta var talið munu kosta einhverja tugi milljarða. Mig minnir að svipað ferli hafi farið í gang þegar Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögmæt á sínum tíma. Sem sagt: Enn einu sinni þorir enginn að taka af skarið heldur er talað út í það óendanlega og ríkisstjórnin passar sig á því að segja og gera ekkert sem gæti ruggað bátnum. Tengt þessu, en þó í öðru samhengi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nýlega að það sé engin hókus pókus aðferð til við að færa niður skuldir heimilanna og efnahagsráðherra segir að ekki megi skapa væntingar sem ekki sé hægt að standa við og að menn eigi að stíga varlega til jarðar. En það er til hókus pókus aðferð sem hefur verið notuð undanfarna mánuði. Bankarnir hafa þegjandi og hljóðalaust afskrifað 548,5 milljarða hjá fyrirtækjum og auðmönnum, þar af 388 milljarða hjá fjárfestinga- og eignarhaldsfyrirtækjum samkvæmt tölum frá RUV. Ekki minnist ég þess að nokkur maður hafi tjáð sig um þessi mál áður en afskriftirnar áttu sér stað, eða að beðið hafi verið um nokkurt lögfræðiálit, eða að rætt hafi verið um það hvort bankarnir hefðu efni á þessum afskriftum eða að viðskipta- og efnahagsnefnd þingsins hafi kallað fólk til sín og fundað stíft. Hókus pókus aðferðin felst einfaldlega í því að gera hlutina og tala ekki við nokkurn mann. Og svo er gott að geta beitt bankaleynd til að fela allt subbið. Hvernig má það vera að allt púðrið í umræðunni fari í afskriftir heimila sem eru „aðeins“ 196,3 milljarðar? Þar af eru 42,6 milljarðar vegna 110% leiðarinnar en hitt aðallega vegna niðurstöðu dómstóla. Allar lausnir sem stjórnmálamenn geta hugsanlega eignað sér hafa sem sagt skilað 42,6 milljörðum, dómstólarnir sáu um hitt! En bankarnir hafa fengið frítt spil með að afskrifa óþægileg mál án nokkurrar umræðu. Bankarnir hafa á þennan hátt falið eigin útlánamistök þar sem lánað var án raunverulegra veða til starfsmanna, vina, kunningja og eigenda. Þetta er auðvitað galið. En fyrst ríkisstjórnin bar ekki gæfu til að setja leikreglur um afskriftir í upphafi kjörtímabils þá er bráðnauðsynlegt að gera það núna. Ríkisstjórnin þarf aðeins að ákveða leiðina, með lagasetningu ef þarf, og skipa bönkum og lífeyrissjóðum að fara eftir þeirri leið sem valin er. Og ekki hlusta á grátkór banka og lífeyrissjóða enda virðast þeir geta afskrifað þegar það hentar þeim. Fólk á skilið að þessi mál klárist.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun