Victoria Beckham, 38 ára, var á lágbotna skóm í gær sunnudag. Það þykir fréttnæmt því hún lætur aðeins sjá sig á himinháum hælaskóm þegar hún er á ferðinni. Í gær var hún með börnunum sínum Brooklyn, Romeo, Cruz, og Harper. Eins og sjá má voru fjölskyldumeðlimir í góðu skapi.