Fékk SMS þar sem stóð að hún ætti að drepa sig Erla Hlynsdóttir skrifar 29. september 2012 20:11 Tvær ungar konur hafa stigið fram og greint frá afleiðingum eineltis í grunnskóla. Önnur þeirra fékk sms-skilaboð um að hún ætti að drepa sig. Hin var útskúfuð úr vinahóp aðeins ellefu ára gömul. Anna Karen birti sína reynslusögu á Facebook í gær og í dag fylgdi Ingibjörg Aðalheiður í kjölfarið. „Ég var búin að taka eftir þessum sögum sem eru í gangi í dag frá stúlkum sem eru að upplifa einelti. Mér fannst þær svo rosalega miklar hetjur að koma fram á meðan eineltinu stóð, því ég hefði aldrei getað gert það sjálf á sínum tíma," segir Anna Karen Ellertsdóttir. Anna var lögð í einelti þegar hún var í Foldaskóla og Ingibjörg þegar hún var í Hamraskóla. Hún var afar lítil og grönn, og var uppnefnd kjúklingabein og fiskibein. Hún gerði sér upp veikindi til að þurfa ekki að fara í skólann. „Ég var ekki með bjartar hugsanir. Maður horfði á allt og athugaði hvort maður gæti skaðað sig einhvern veginn. Svo þegar maður var í skólanum var þetta sem verst, þá lokaði maður sig inni þannig að maður væri einn," segir Ingibjörg Aðalheiður Gestsdóttir. Anna hélt að af því krakkarnir vildu ekki vera vinir hennar þá væri hún hvorki skemmtileg né fyndin, og alla tíð hefur hún efast um sjálfa sig. „Maður var búinn að byggja upp einhverja svona brynju, og sýndi kannski engin viðbrögð í skólanum. En ég get lofað ykkur því að þegar ég kom heim þá var ég ekkert voðalega skemmtileg. Þá var maður kannski að leysa út alla sína reiði á fjölskyldumeðlimum," segir Anna. Ingibjörg komst loks inn í vinahóp, en var hent út úr honum þegar ný stelpa bættist við. „Sterkasta minningin var þegar ég fékk SMS þar sem stóð að ég ætti að drepa mig. Þetta átti að verða lögreglumál en ég sem barn vildi náttúrulega ekki hafa einhverjar stórar afleiðingar," Ingibjörg. Þær Anna og Ingibjörg kynntust við nám félagsráðgjöf, sem þær eru báðar brátt að ljúka og hafa þar unnið með afleiðingar eineltis. „Við viljum fá fleiri sem hafa upplifað einelti, til að koma með sína sögu, til að sýna hinum sem eru í sömu stöðu, bæði gerendum og þolendum, hvaða afleiðingar þetta hefur til margra ára í kjölfarið og hversu mannskemmandi þetta er á meðan þessu stendur," segir Anna. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Tvær ungar konur hafa stigið fram og greint frá afleiðingum eineltis í grunnskóla. Önnur þeirra fékk sms-skilaboð um að hún ætti að drepa sig. Hin var útskúfuð úr vinahóp aðeins ellefu ára gömul. Anna Karen birti sína reynslusögu á Facebook í gær og í dag fylgdi Ingibjörg Aðalheiður í kjölfarið. „Ég var búin að taka eftir þessum sögum sem eru í gangi í dag frá stúlkum sem eru að upplifa einelti. Mér fannst þær svo rosalega miklar hetjur að koma fram á meðan eineltinu stóð, því ég hefði aldrei getað gert það sjálf á sínum tíma," segir Anna Karen Ellertsdóttir. Anna var lögð í einelti þegar hún var í Foldaskóla og Ingibjörg þegar hún var í Hamraskóla. Hún var afar lítil og grönn, og var uppnefnd kjúklingabein og fiskibein. Hún gerði sér upp veikindi til að þurfa ekki að fara í skólann. „Ég var ekki með bjartar hugsanir. Maður horfði á allt og athugaði hvort maður gæti skaðað sig einhvern veginn. Svo þegar maður var í skólanum var þetta sem verst, þá lokaði maður sig inni þannig að maður væri einn," segir Ingibjörg Aðalheiður Gestsdóttir. Anna hélt að af því krakkarnir vildu ekki vera vinir hennar þá væri hún hvorki skemmtileg né fyndin, og alla tíð hefur hún efast um sjálfa sig. „Maður var búinn að byggja upp einhverja svona brynju, og sýndi kannski engin viðbrögð í skólanum. En ég get lofað ykkur því að þegar ég kom heim þá var ég ekkert voðalega skemmtileg. Þá var maður kannski að leysa út alla sína reiði á fjölskyldumeðlimum," segir Anna. Ingibjörg komst loks inn í vinahóp, en var hent út úr honum þegar ný stelpa bættist við. „Sterkasta minningin var þegar ég fékk SMS þar sem stóð að ég ætti að drepa mig. Þetta átti að verða lögreglumál en ég sem barn vildi náttúrulega ekki hafa einhverjar stórar afleiðingar," Ingibjörg. Þær Anna og Ingibjörg kynntust við nám félagsráðgjöf, sem þær eru báðar brátt að ljúka og hafa þar unnið með afleiðingar eineltis. „Við viljum fá fleiri sem hafa upplifað einelti, til að koma með sína sögu, til að sýna hinum sem eru í sömu stöðu, bæði gerendum og þolendum, hvaða afleiðingar þetta hefur til margra ára í kjölfarið og hversu mannskemmandi þetta er á meðan þessu stendur," segir Anna.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira