Hóta árásum á Bandaríkin 19. september 2012 03:00 Bandaríski fáninn brenndur í mótmælum í Medan í Indónesíu í gær. Fjöldi múslíma kom saman fyrir utan ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. fréttablaðið/ap Al-Kaída fagnar dauða sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu og kallar eftir fleiri mótmælum vegna myndar um Múhameð spámann. Þá hóta samtökin fleiri árásum, en tólf létu lífið í sjálfsmorðsárás í gær. Alls er talið að hið minnsta 22 hafi látist í tengslum við mótmæli gegn kvikmynd um Múhameð spámann. Al-Kaída í Norður-Afríku kallaði í gær eftir árásum á bandaríska embættismenn og enn fleiri mótmælum. Í tilkynningu var dauði Christophers Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu, lofsamaður. Þá hótuðu hryðjuverkasamtökin árásum í Alsír, Túnis, Marokkó og Máritaníu og sögðu Bandaríkjamenn hafa logið því í tíu ár að þeir háðu stríð gegn hryðjuverkum, þegar stríðinu væri í raun beint gegn íslamstrú. Tólf dóu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan, þegar 22 ára gömul kona ók bíl fullum af sprengiefnum á litla rútu. Íslamskur öfgahópur hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir hana hafa verið hefnd fyrir myndina umdeildu, Sakleysi múslima. Tíu manns höfðu þegar látist í mótmælum víða um heim. Í Pakistan komu hundruð manna saman við skrifstofur bandaríska ræðismannsins í Peshawar. Lögregla var kölluð til og að sögn hennar kom til átaka með þeim afleiðingum að bæði mótmælendur og lögreglumenn særðust. Í Kasmír-héraði var fyrirtækjum lokað og almenningssamgöngur stöðvuðust vegna mótmæla þar sem fáni Bandaríkjanna var brenndur. Lögregla beitti táragasi og kylfum á mótmælendur. Í Indónesíu var kveikt í hjólbörðum og bandaríska fánanum fyrir utan ræðismannsskrifstofur í borginni Medan. Hundrað stúdentar komu einnig saman í borginni Makassar og kröfðust þess að kvikmyndagerðarmaðurinn Nakoula Basseley Nakoula yrði líflátinn. Mótmæli áttu sér einnig stað fyrir utan bandaríska sendiráðið í Bangkok í Taílandi. Einnig mótmæltu um 500 Palestínumenn í austurhluta Jerúsalem og um 200 fóru að ísraelskri eftirlitsstöð. Búið er að loka fyrir aðgang að kvikmyndinni í Líbíu, Egyptalandi, Indónesíu og Indlandi. thorunn@frettabladid.is Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Al-Kaída fagnar dauða sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu og kallar eftir fleiri mótmælum vegna myndar um Múhameð spámann. Þá hóta samtökin fleiri árásum, en tólf létu lífið í sjálfsmorðsárás í gær. Alls er talið að hið minnsta 22 hafi látist í tengslum við mótmæli gegn kvikmynd um Múhameð spámann. Al-Kaída í Norður-Afríku kallaði í gær eftir árásum á bandaríska embættismenn og enn fleiri mótmælum. Í tilkynningu var dauði Christophers Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu, lofsamaður. Þá hótuðu hryðjuverkasamtökin árásum í Alsír, Túnis, Marokkó og Máritaníu og sögðu Bandaríkjamenn hafa logið því í tíu ár að þeir háðu stríð gegn hryðjuverkum, þegar stríðinu væri í raun beint gegn íslamstrú. Tólf dóu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan, þegar 22 ára gömul kona ók bíl fullum af sprengiefnum á litla rútu. Íslamskur öfgahópur hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir hana hafa verið hefnd fyrir myndina umdeildu, Sakleysi múslima. Tíu manns höfðu þegar látist í mótmælum víða um heim. Í Pakistan komu hundruð manna saman við skrifstofur bandaríska ræðismannsins í Peshawar. Lögregla var kölluð til og að sögn hennar kom til átaka með þeim afleiðingum að bæði mótmælendur og lögreglumenn særðust. Í Kasmír-héraði var fyrirtækjum lokað og almenningssamgöngur stöðvuðust vegna mótmæla þar sem fáni Bandaríkjanna var brenndur. Lögregla beitti táragasi og kylfum á mótmælendur. Í Indónesíu var kveikt í hjólbörðum og bandaríska fánanum fyrir utan ræðismannsskrifstofur í borginni Medan. Hundrað stúdentar komu einnig saman í borginni Makassar og kröfðust þess að kvikmyndagerðarmaðurinn Nakoula Basseley Nakoula yrði líflátinn. Mótmæli áttu sér einnig stað fyrir utan bandaríska sendiráðið í Bangkok í Taílandi. Einnig mótmæltu um 500 Palestínumenn í austurhluta Jerúsalem og um 200 fóru að ísraelskri eftirlitsstöð. Búið er að loka fyrir aðgang að kvikmyndinni í Líbíu, Egyptalandi, Indónesíu og Indlandi. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira