Fréttaskýring: Hvað þarf að hafa í huga áður en haldið er utan í verslunarferð? 10. nóvember 2012 08:00 Kári Gunnlaugsson „Við könnum þetta bara handahófskennt,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra um tollaeftirlit í Leifsstöð. Nokkuð er um að fólk átti sig ekki á hvaða reglur gilda um hversu mikil verðmæti má hafa með sér tollfrjálst til landsins. Fjöldi „stikkprufa“ ræðst þó einnig af því hvaðan fólk er að koma. Nú er til að mynda að renna upp tími „verslunarferða“, hvort heldur þær eru til borga í Bandaríkjunum eða Evrópu. „En það fer enginn í innkaupaferð til Noregs,“ bætir Kári við. „Helst að þá þurfi að líta eftir munntóbaki.“ Reglur tollsins er að finna á vefnum Tollur.is. Þar kemur fram að óheimilt sé að hafa með sér tollfrjálsan varning fyrir meira en 65 þúsund krónur. „En áfengi er ekki reiknað inn í þessa tölu,“ segir Kári. Þá má virði einstakra hluta ekki fara yfir 32.500 krónur. Þegar tollverðir skoða farangur fólks sem kemur til landsins þá getur fólk þurft að sýna fram á að dýr varningur, svo sem tölvur og snjallsímar, sem það hefur með sér hafi í raun verið keyptur hér á landi og því búið að greiða af honum toll. Öðrum kosti er varan gerð upptæk og fólki gert að greiða af henni. „Við ráðleggjum öllum að hafa með sér kvittanir fyrir dýrari hlutum sem þeir hafa með sér.“ Kári segir tollverði líka hafa leið til þess að sjá hvort iPhone-símar og sambærilegar græjur hafi í raun verið keyptar hér á landi. Apple haldi utan um skráningarnúmer hverrar græju og hvar hún hafi verið seld. Því fylgir líka nokkur kostnaður að verða uppvís að smygli, því þá þarf að borga af hlutnum tvöfalt aðflutningsgjald og 15 prósenta álag ofan á þá upphæð. „Ef gjöldin eru bara virðisaukaskattur og hluturinn kostar 100 þúsund krónur, þá bætist við verð hlutarins tvisvar sinnum 25.500 krónur og svo 15 prósenta álag á þann 50 þúsund kall,“ segir Kári. Kostnaðurinn við hlutinn væri þar með kominn upp í 157.500 krónur. „Svo er þetta náttúrlega vesen því þetta er ekkert afgreitt á staðnum og fólk missir hlutinn í einhverja daga meðan þetta fer í gegn um kerfið.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
„Við könnum þetta bara handahófskennt,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra um tollaeftirlit í Leifsstöð. Nokkuð er um að fólk átti sig ekki á hvaða reglur gilda um hversu mikil verðmæti má hafa með sér tollfrjálst til landsins. Fjöldi „stikkprufa“ ræðst þó einnig af því hvaðan fólk er að koma. Nú er til að mynda að renna upp tími „verslunarferða“, hvort heldur þær eru til borga í Bandaríkjunum eða Evrópu. „En það fer enginn í innkaupaferð til Noregs,“ bætir Kári við. „Helst að þá þurfi að líta eftir munntóbaki.“ Reglur tollsins er að finna á vefnum Tollur.is. Þar kemur fram að óheimilt sé að hafa með sér tollfrjálsan varning fyrir meira en 65 þúsund krónur. „En áfengi er ekki reiknað inn í þessa tölu,“ segir Kári. Þá má virði einstakra hluta ekki fara yfir 32.500 krónur. Þegar tollverðir skoða farangur fólks sem kemur til landsins þá getur fólk þurft að sýna fram á að dýr varningur, svo sem tölvur og snjallsímar, sem það hefur með sér hafi í raun verið keyptur hér á landi og því búið að greiða af honum toll. Öðrum kosti er varan gerð upptæk og fólki gert að greiða af henni. „Við ráðleggjum öllum að hafa með sér kvittanir fyrir dýrari hlutum sem þeir hafa með sér.“ Kári segir tollverði líka hafa leið til þess að sjá hvort iPhone-símar og sambærilegar græjur hafi í raun verið keyptar hér á landi. Apple haldi utan um skráningarnúmer hverrar græju og hvar hún hafi verið seld. Því fylgir líka nokkur kostnaður að verða uppvís að smygli, því þá þarf að borga af hlutnum tvöfalt aðflutningsgjald og 15 prósenta álag ofan á þá upphæð. „Ef gjöldin eru bara virðisaukaskattur og hluturinn kostar 100 þúsund krónur, þá bætist við verð hlutarins tvisvar sinnum 25.500 krónur og svo 15 prósenta álag á þann 50 þúsund kall,“ segir Kári. Kostnaðurinn við hlutinn væri þar með kominn upp í 157.500 krónur. „Svo er þetta náttúrlega vesen því þetta er ekkert afgreitt á staðnum og fólk missir hlutinn í einhverja daga meðan þetta fer í gegn um kerfið.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira