Búist við góðri kjörsókn í prófkjörum Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2012 13:25 Suðvesturkjördæmið er það fjölmennasta. Hér má sjá mynd af Kópavogi. Prófkjör stendur nú yfir hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi og búast báðir flokkar við góðri kjörsókn. Hjá Samfylkingunni hófst rafrænt flokksval á miðnætti í gær og stendur til klukkan fimm en þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka geta kosið á hefðbundinn hátt í fimm bæjarfélögum kjördæmisins. Tíu eru í framboði, þar af tveir í fyrsta sæti. Ýr Gunnlaugsdóttir er formaður kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „Flokksvalið það gengur bara ljómandi vel, það eru núna um 5700 manns á kjörskrá, síðast 2009 var rétt um 50% kjörsón og ég vona við náum því," segir Ýr. Rétt fyrir hádegi höfðu tæplega 1200 kosið í kjördæminu og segir Ýr að það hafi áhrif að rafræna kosningin hafi verið opin í sólarhring fyrir opnun kjörstaða. „Þetta breytir því í rauninni að þú getur kosið hvar sem þú ert staddur ef þú ert bara í tölvusambandi.," útskýrir Ýr. Búist er við að niðurstaða flokksvalsins liggi fyrir um kvöldmatarleitið. Þá fer einnig fram rafrænt flokksval Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í dag og stendur til klukkan sex, þar eru átta í framboði, tveir í fyrsta sæti og einn í fyrsta til sjötta sæti, en um hádegi höfðu tæplega fjögur hundruð kosið rafrænt þar. Hjá Sjálfstæðisflokknum hófst hefðbundið prófkjör klukkan níu í morgun og stendur til klukkan sex en hægt er að kjósa á sex stöðum í kjördæminu. Sextán eru í framboði þar af tveir í fyrsta sæti. Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „kjörsókn hefur verið ágæt og er að glæðast eftir því sem veðrið er að lægja," segir Jónas. Hann segist búast við svipaðri kjörsókn og fyrir alþingiskosningarnar 2009 en þá kusu um fimmþúsund og sexhundruð manns. „Talning byrjar um miðjan dag hjá okkur og við munum vera með fyrstu tölur klukkan sjö í kvöld og síðan verða tölur birtar á netinu á hálftímafresti og við vonumst til að vera með lokatölur milli tíu og ellefu í kvöld," segir Jónas. Rétt fyrir hádegi höfðu tæplega 1200 kosið í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi og tæplega 400 í Norðausturkjördæmi. Kosningu lýkur í dag laugardag kl. 17.00 í Suðvesturkjördæmi og kl. 18.00 í Norðausturkjördæmi. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Prófkjör stendur nú yfir hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi og búast báðir flokkar við góðri kjörsókn. Hjá Samfylkingunni hófst rafrænt flokksval á miðnætti í gær og stendur til klukkan fimm en þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka geta kosið á hefðbundinn hátt í fimm bæjarfélögum kjördæmisins. Tíu eru í framboði, þar af tveir í fyrsta sæti. Ýr Gunnlaugsdóttir er formaður kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „Flokksvalið það gengur bara ljómandi vel, það eru núna um 5700 manns á kjörskrá, síðast 2009 var rétt um 50% kjörsón og ég vona við náum því," segir Ýr. Rétt fyrir hádegi höfðu tæplega 1200 kosið í kjördæminu og segir Ýr að það hafi áhrif að rafræna kosningin hafi verið opin í sólarhring fyrir opnun kjörstaða. „Þetta breytir því í rauninni að þú getur kosið hvar sem þú ert staddur ef þú ert bara í tölvusambandi.," útskýrir Ýr. Búist er við að niðurstaða flokksvalsins liggi fyrir um kvöldmatarleitið. Þá fer einnig fram rafrænt flokksval Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í dag og stendur til klukkan sex, þar eru átta í framboði, tveir í fyrsta sæti og einn í fyrsta til sjötta sæti, en um hádegi höfðu tæplega fjögur hundruð kosið rafrænt þar. Hjá Sjálfstæðisflokknum hófst hefðbundið prófkjör klukkan níu í morgun og stendur til klukkan sex en hægt er að kjósa á sex stöðum í kjördæminu. Sextán eru í framboði þar af tveir í fyrsta sæti. Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „kjörsókn hefur verið ágæt og er að glæðast eftir því sem veðrið er að lægja," segir Jónas. Hann segist búast við svipaðri kjörsókn og fyrir alþingiskosningarnar 2009 en þá kusu um fimmþúsund og sexhundruð manns. „Talning byrjar um miðjan dag hjá okkur og við munum vera með fyrstu tölur klukkan sjö í kvöld og síðan verða tölur birtar á netinu á hálftímafresti og við vonumst til að vera með lokatölur milli tíu og ellefu í kvöld," segir Jónas. Rétt fyrir hádegi höfðu tæplega 1200 kosið í flokksvalinu í Suðvesturkjördæmi og tæplega 400 í Norðausturkjördæmi. Kosningu lýkur í dag laugardag kl. 17.00 í Suðvesturkjördæmi og kl. 18.00 í Norðausturkjördæmi.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira